Allt leikárið

Improv Ísland

Engar tvær sýningar eins og engum leiðist að hlæja!

  • Verð 2000
  • Frumsýning 4.10.2017
  • Svið Þjóðleikhúskjallarinn

Þið sem hafið ekki séð sýningu Improv Ísland drífið ykkur. Þetta er ó svo gott

 

HELGI SELJAN

Allir á Improv Ísland. Það fyndnasta og ferskasta sem þú sérð í dag

 

auðunn blöndal

Ohmygod hvað þetta var gott stöff. Mæli innilega með Improv Ísland sýningunum. Ég ætla aftur. 

Emmsjé Gauti

 

Á síðasta leikári var fullt á nær allar spunasýningar Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum og stór hluti áhorfenda kom aftur og aftur  enda eru engar tvær sýningar eins og engum leiðist að hlæja! 

Í október og nóvember býður hópurinn upp á fjölbreyttar og ófyrirsjáanlegar grín-spunasýningar í  Þjóðleikhúskjallaranum á hverju miðvikudags- og föstudagskvöldi. Hópurinn sýnir ólík spunaform og fær til sín ýmsa þjóðþekkta gesti. Í leikhópnum eru rúmlega 30 spunaleikarar sem skiptast á að sýna í hverri viku.

Dóra Jóhannsdóttir er listrænn stjórnandi Improv Ísland. Undirleikarar með spunnum söngleikjum eru Pálmi Sigurhjartarson og Karl Olgeirsson. Frekari upplýsingar um hópinn er að finna á improviceland.com.

*Leikhúskort og gjafakort Þjóðleikhússins gilda ekki á þessa sýningu.

Næstu sýningar

  • Engin sýning framundan