Allt leikárið

Hárið

Áhugaleiksýning ársins - aukasýning komin í sölu

  • Frumsýning 14.6.2019
  • Svið Stóra sviðið
Árið er 1967 og hipparnir í New York ætla sér að breyta heiminum. Þau eru villt, frjáls og sameinuð í mótmælum og söng, í skugga Víetnamsstríðsins.

Þessi söngleikur er nú kominn á sextugsaldurinn, en er alltaf jafn ferskur og ögrandi. Hárið er kraftmikil sýning sem fagnar lífinu, frelsinu og jafnréttinu.

Sýning Leikflokks Húnaþings vestra á Hárinu hefur verið valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2018-2019. Venju samkvæmt býður Þjóðleikhúsið leikhópnum að setja sýninguna upp á Stóra sviðinu.

Í umsögn dómnefndar kemur fram að sýningin sé unnin af miklum metnaði og hvergi slegið af kröfum við uppfærsluna, og þar segir m.a.: „ Leikmynd, búningar og leikgervi, dansar, tónlistarflutningur, lýsing og hljóðblöndun skapa saman sterka heild. Stór leikhópurinn er skipaður hæfileikafólki sem nýtur sín í botn, og sterkur söngur, leikgleði og orka er allsráðandi. Afslappaður leikurinn skilar frásögninni á einlægan og einfaldan máta þannig að húmor og boðskapur verksins komast vel til skila.“


Næstu sýningar

  • Engin sýning framundan