Fyrri leikárSýningar

Svartalogn

Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu

Falleg og hrífandi sýning sem snerti fjölmarga leikhúsgesti djúpt á liðnu vori.

Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu, byggt á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur.

Flóru finnst hún hafa glatað öllu því sem áður gaf lífi hennar gildi, en smám saman er eins og hún byrji að kynnast sjálfri sér upp á nýtt. Getur verið að henni sé ætlað nýtt hlutverk? 

Áhrifamikið verk um áskoranir á nýju æviskeiði, óvenjulega vináttu og sameiningarmátt tónlistarinnar. 

Elva Ósk Ólafsdóttir fer með hlutverk Flóru, Ragnheiður Steindórsdóttir leikur gömlu kvenréttindakonuna Guðrúnu, Edda Arnljótsdóttir leikur ástríðufulla tónskáldið Petru og Snæfríður Ingvarsdóttir og Esther Talía Casey fara með hlutverk tveggja pólskra verkakvenna sem reynast búa yfir óvæntum hæfileikum, en tónlistarástríðan leiðir þessar ólíku konur saman á óvæntan hátt. Aðrir leikarar í sýningunni eru Hallgrímur Ólafsson, Pálmi Gestsson, Baldur Trausti Hreinsson, Birgitta Birgisdóttir og Snorri Engilbertsson.

Sýningar hefjast að nýju 21. september.