Fyrri leikárSýningar

Súper

Súper - þar sem kjöt snýst um fólk

Bjössi og Gugga eru hjón utan af landi. Guðrún og Einar eru ung hjón úr Reykjavík. Í versluninni Súper hitta þau Hannes sem hefur misst föður sinn. Eða er faðir hans kannski enn á lífi?

Aðdráttarafl Súper er ótvírætt í hugum fólksins sem þar verslar. Verslun þar sem allt fæst. Glænýr lax úr 100% lífrænu svínakjöti, ferskir kjúklingastrumpar úr nýslátruðu grísakjöti og hinir sívinsælu hunangsmarineruðu og hægsvæfðu spenagrísir á teini.

Súper - þar sem kjöt snýst um fólk.

Boðið verður upp á umræður eftir 6. sýningu, 28. mars. Umræðurnar taka um 20 mínútur.