Fyrri leikárSýningar

Slá í gegn

Sirkussöngleikur eftir Góa með tónlist Stuðmanna

Slá í gegn stóð sannarlega undir nafni síðastliðinn vetur. Það hefur verið stappfullt á sýningarnar og nú heldur fjörið áfram!

Stór hópur leikara, dansara, sirkuslistamanna og tónlistarfólks skapar litríkan, óvæntan og fjölbreyttan heim. Ólafía Hrönn, Örn Árna, Edda Björgvins, Jón Gnarr, Siggi Sigurjóns, Snæfríður Ingvars, Siggi Þór og fjölmargir aðrir leikhúslistamenn fara á kostum!

Chantelle Carey hlaut Grímuverðlaunin fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins í Slá í gegn.

Sýningar hefjast aftur 24. ágúst - tryggðu þér miða í tíma!