Fyrri leikárSýningar

Reykjavík Kabarett

Ekki fyrir viðkvæma

Haustboðinn ljúfi en einnig hrjúfi, Reykjavík Kabarett, breiðir úr fjaðurvængjum sínum, pússar töfrabrögðin og baðar sig í freyðivíni með lækkandi sól. Reykjavík Kabarett er flaggskipið í vaxandi hliðarsviðslistasenu Reykjavíkur. Kabarettfjölskyldan býður upp á fágaða fullorðinsskemmtun þar sem húmor og hold eru í fyrirrúmi og ný og fersk atriði ráða ríkjum.

Við minnum á að sýningin er bönnuð innan 18 ára og að hún hentar ekki þeim sem sem óttast undir mannslíkamans.

Búðu þig undir sprenghlægilegt og öðruvísi fullorðinskvöld.


Salur er opnaður hálftíma fyrir sýningu og er frjálst sætaval.

*Leikhúskort og gjafakort Þjóðleikhússins gilda ekki á þessa sýningu.