Fyrri leikárSýningar

Loddarinn

Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna

Franska leikskáldið Molière er sannkallaður meistari gamanleikjanna og leikrit hans um loddarann Tartuffe, - eða Guðreð í nýrri þýðingu -, er eitt hans allra vinsælasta verk. 

Hræsnaranum Guðreði hefur tekist að ávinna sér traust og aðdáun heimilisföðurins Orgeirs og vefja honum um fingur sér, fjölskyldu hans til óbærilegrar hrellingar. Smám saman er Guðreður farinn að stjórna lífi heimilisfólksins. Þegar Orgeir fær þá flugu í höfuðið að gifta dóttur sína Guðreði eru góð ráð dýr. 

Leikstjóri sýningarinnar, Stefan Metz, er íslenskum leikhúsunnendum að góðu kunnur fyrir sýningar á borð við Eldraunina og Horft frá brúnni. Hallgrímur Helgason þýðir verkið, sem er á leikandi ljóðmáli. 

Umræður eftir 6. sýningu

Boðið verður upp á umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu, 17. maí. Umræðurnar taka um 20 mínútur.

Málfundur í Veröld-húsi Vigdísar

Málfundur um verkið og sýninguna verður haldinn í Veröld-húsi Vigdísar 29. apríl kl. 17. Málfundurinn er liður í málfundaröð sem ber heitið Samtal við leikhús, og er til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. Þátttakendur í pallborði verða Guðjón Davíð Karlsson leikari, Hallgrímur Helgason þýðandi, Hallveig Kristín Eiríksdóttir aðstoðarleikstjóri og Guðrún Kristinsdóttir doktorsnemi. Melkorka Tekla Ólafsdóttir stýrir umræðum.