Fyrri leikárSýningar

Fjallkonan fríð - eða hefur hún hátt?

Fjallkonan skoðuð á fullveldisafmæli

Það er við hæfi, nú á 100 ára afmæli fullveldis Íslands, að konur skoði hlut fjallkonunnar í sögulegu samhengi. Máti fjallkonuna við baráttu kvenna gegnum tíðina. Það verður slegið bæði á hátíðlegar og gamansamar nótur. Er fjallkonan einungis fríð eða getur hún haft hátt? Því verður svarað í sýningunni í ljóði, með tónum og tali.

Leikhúslistakonur 50+ er félag leikhúslistakvenna 50 ára og eldri. Meðlimir félagsins eru um 60 talsins; leik- og söngkonur, dansarar, leikmynda- og búningahönnuðir, hárgreiðslu- og förðunarmeistarar, dramatúrgar, leikstjórar, leikskáld, sýningastjórar og konur sem unnið hafa hin ýmsu störf í leikhúsi. 

Sýningin er styrkt af afmælisnefnd um 100 ára afmæli fullveldis Íslands og unnin í samvinnu við Þjóðleikhúsið.


*Leikhúskort og gjafakort Þjóðleikhússins gilda ekki á þessa sýningu.

50-transparent_gratt