Fyrri leikárSýningar

Dansandi ljóð

Leikgerð byggð á ljóðatextum eftir Gerði Kristnýju

Í verkinu er sögð ævisaga konu frá fæðingu til fullorðinsára og túlka leikkonurnar líf hennar, ástir og örlög í ljóðum, dansi og tónlist. Dansandi ljóð er "ljóðasaga" sem Edda Þórarinsdóttir leik- og söngkona hefur samið og byggir hún á ljóðum úr bókum Gerðar Kristnýjar Guðjónsdóttur Ísfrétt, Launkofa, Höggstað og Ströndum.

Í samstarfi við Leikhúslistakonur 50+ .

*Leikhúskort og gjafakort Þjóðleikhússins gilda ekki á þessa sýningu.