Fyrri leikárSýningar

Maður sem heitir Ove

Bráðfyndinn og nístandi sænskur einleikur um sorg og gleði, einangrun og nánd

https://www.youtube.com/watch?v=gqop4TvmSxI

Nánar um verkið

Skáldsagan Maður sem heitir Ove (En man som heter Ove) eftir Fredrik Backman kom út í Svíþjóð árið 2012. Hún varð strax metsölubók, var þýdd yfir á fjölmörg tungumál og hefur komið út í yfir tuttugu löndum. Leikgerð skáldsögunnar var frumsýnd í ársbyrjun 2015 í Stokkhólmi í flutningi leikarans Johans Rheborgs og naut mikilla vinsælda. Fyrirhugaðar eru fleiri uppsetningar á verkinu í nokkrum löndum á vegum sænska
fyrirtækisins Thorsson Produktion AB og er sú næsta ráðgerð hjá Oslo Nye Teater í Noregi.

Sænsk kvikmynd byggð á verkinu var frumsýnd í árslok 2015 með Rolf Lassgård í aðalhlutverki. Kvikmyndin var tilnefnd til sex Guldbagge-verðlauna, meðal annars í flokknum mynd ársins, og hlaut Lassgård verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki.

Höfundur verksins, Fredrik Backman, er fæddur árið 1981. Hann vakti fyrst athygli sem bloggari og dálkahöfundur. Fyrstu skáldsögur hans komu út samtímis árið 2012, Maður sem heitir Ove og Saker min son behöver veta om världen.

Á næstu tveimur árum komu út skáldsögurnar Min mormor hälsar och säger förlåt og Britt-Marie var här. Skáldsögur Backmans hafa notið mikillar hylli í Svíþjóð og hafa verið gefnar út á meira en tuttugu og fimm tungumálum. Nýjasta skáldsaga hans, Björnstad, kemur út nú í haust.

★★★★ „Þetta gengur allt upp …. þjóðargersemi fagnar fjörutíu árum á sviðinu“ Mbl.

 ★★★★ „túlkar Ove með framúrskarandi hætti … full ástæða til þess að hvetja leikhúsáhorfendur til þess að sjá þennan vel heppnaða einleik“ DV