Fyrri leikárSýningar

Fjarskaland

Eldfjörug barnasýning með heillandi tónlist um spennandi hættuför inn í land ævintýranna!

 

 

Velkomin til Fjarskalands

Velkomin til Fjarskalands
Ég heiti Númenór og er verndari ímyndunaraflsinsog Fjarskalands. Í þessari leikskrá ætla ég aðsegja ykkur sitthvað um það hvernig leiksýninginum Fjarskaland varð til

 

Fjarskaland er spennandi barnaleikrit sem fær okkur til að rifja upp gömlu, góðu ævintýrin og ekki síður til að hugsa um ýmislegt sem er mikilvægt í samskiptum barna og fullorðinna.

 Hvernig verður heimurinn okkar ef ævintýrin hverfa?

Stikla

 Syngdu með í Fjarskalandslaginu! 

Einu sinni fyrir langa, langa löngu ...

 ... Nei, kannski ekki fyrir þúsund árum ... En einu sinni var hann Gói heima hjá sér að hugsa um að það væri svolítið leiðinlegt að krakkar væru ekki nógu duglegir að lesa, og að þeir væru kannski hættir að lesa gömlu, góðu ævintýrin ... Og þá fór hann að hugsa um það, að ef við lesum ekki ævintýrin, þá gætu þau kannski bara gleymst og horfið … gufað upp! Og af því að hann Gói er alltaf að vinna í leikhúsi, með leikurum og leikstjórum og tónlistarfólki og öllum hinum, þá datt honum í hug að fá vini sína í lið með sér til að búa til leiksýningu um land gömlu, góðu ævintýranna, Fjarskaland! Gói settist niður og samdi sögu. Þegar sagan var tilbúin skrifaði hann handrit og samdi söngtexta. En þá vantaði lög. Gói hringdi í Vigga vin sinn, Vigni Snæ, og bað hann að semja lög fyrir leikritið. 

 

https://www.youtube.com/watch?v=YCG9RNh1xWw

 

 Hvað segja Halli og Snæfríður um sínar persónur í Fjarskalandi?

https://www.youtube.com/watch?v=I-XN6HBT2Y8

 Hvað segir Óli ljósameistari?

https://youtu.be/4X7Q-MDUVFg

 

 

Búningar

Það eru fjarskamargar persónur sem koma við sögu í leikritinu Fjarskalandi. Allir þurfa sína búninga og gervi, og sumir klæðast mörgum búningum! Allir leikararnir eru farðaðir og sumir fá hárkollur og jafnvel grímur. Búningahönnuðurinn, hún María, hannar alla 

búninga í sýningunni og útfærir þá svo í samstarfi við starfsfólkið í búningadeildinni, sem sníður, saumar og finnur sniðugar lausnir. Stundum er hægt að kaupa einhverja búninga eða nota eitthvað úr búningasafni leikhússins. En í Fjarskalandi eru flestir búningar ævintýrapersónanna saumaðir sérstaklega fyrir sýninguna. Þegar leikari leikur margar persónur þarf hann stundum að vera eldfljótur að skipta um gervi. Þá er „dresser“ tilbúinn fyrir aftan sviðið með búninginn og hjálpar leikaranum að klæða sig úr og í. Stundum þarf líka að laga hár og förðun, eða skipta um hárkollu, allt á leifturhraða!

 

 

Hvað gerist þegar keisarinn kemur í heimsókn?
https://www.youtube.com/watch?v=j8_QoVvgP8o

 

Hár og förðun

Í hárkollu- og förðunardeild Þjóðleikhússins eru leikararnir farðaðir, hárið á þeim klippt og greitt, og búnar til hárkollur og skegg. Þegar hárkolla er búin til er byrjað á því að mæla höfuðmál leikarans. Svo er búin til hetta úr tjulli í réttri stærð. Hárið er hnýtt í hettuna með fíngerðri hárkollunál. Yfirleitt er notað ekta mannshár í hárkollurnar. Að lokum er hárið klippt og litað, ef með þarf.


Hvað finnst krökkunum um Fjarskaland?

https://www.youtube.com/watch?v=EEAJOftD21I