Fyrri leikárSýningar

Eniga meniga

Afmælistónleikar Ólafs Hauks. Eitthvað fyrir alla, konur og kalla, krakka með hár og kalla með skalla

Fjölskyldutónleikar í Þjóðleikhúsinu í tilefni af stórafmæli leikskáldsins og lagahöfundarins Ólafs Hauks Símonarsonar. 

Leikarar, söngvarar, hljóðfærasnillingar, ljós- og hljóðgaldramenn bjóða til veislu fyrir augu og og eyru. Hin sígildu lög Ólafs Hauks flutt í nýjum búningi. Eitthvað fyrir alla fjölskyldumeðlimi en einkum þó ungu kynslóðina. Veislustjórar verða þeir Halli og Gói í fötum af vinum sínum, Hatti & Fatti.

Eitthvað fyrir alla, konur og kalla, krakka með hár og kalla með skalla.

Lagalisti

 

1.   Við erum lentir

2.   Hattur og Fattur

3.   Allir eiga drauma

4.   Eniga meniga

5.   Ef þú ert súr

6.   Sundferð

7.   Það vantar spýtur

8.   Allir hafa eitthvað til að ganga á

9.   Kötturinn sem gufaði upp

10. Harmsöngur Tarzans

11. Ég heyri svo vel

Hlé

11.  Það hafa allir hnöppum að hneppa

12.  Hárfinnur hárfíni

13.  Fjallganga

14.  Það rignir

15.  Gaggalagú

16.  Nornin

17.  Ryksugulagið

18.  Góða nótt

19.  Komdu birta

Minningar í myndum