Allt leikárið

Eyður

Heillandi og húmorískt sviðsverk eftir verðlaunahópinn Marmarabörn

 • Frumsýning 15.1.2020
 • Svið Stóra sviðið

„Marmarabörn hafa verið að hasla sér völl síðustu misseri og stíga nú fram sem einn áhugaverðasti og djarfasti sviðlistarhópur landsins.” - SJ, Fréttablaðið

 Fimm strandaglópar ranka við sér á eyðieyju einhversstaðar milli raunheima og skáldskapar. Í framandlegu vistkerfi reyna þeir að endurskapa heiminn eftir minni. Á meðan leikmennina rekur á milli raunverulegra og ímyndaðra kringumstæðna birtast þeim sýnir á flökti milli fortíðar og framtíðar.

Marmarabörn (Marble Crowd) skapa myndræn sviðsverk þar sem hópurinn gerir atrennur að mögulegum og ómögulegum verkefnum. Eyður er önnur sýning þeirra í samstarfi við Þjóðleikhúsið en fyrri sýningin, Moving Mountains, var tilnefnd til gagnrýnendaverðlauna evrópska tímaritsins Tanz 2017 og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna 2019 í flokknum danshöfundur ársins.


„Hún sagði að paradís væri líklega á einhverri eyjunni en þar væri helvíti líka.“
-Judith Schalansky.

Flytjendur:
Katrín Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Saga Sigurðardóttir, Sigurður Arent Jónsson og Védís Kjartansdóttir 

Marmarabörn í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu - Leiklistarráði og Reykjavíkurborg.

Næstu sýningar


Flytjendur

Listrænir aðstandendur

 • Höfundar og flytjendur
  Katrín Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Saga Sigurðardóttir, Sigurður Arent Jónsson, Védís Kjartansdóttir
 • Sviðsmynd og búningar
  Guðný Hrund Sigurðardóttir
 • Tónlist, útsetningar og tónlistarflutningur
  Gunnar Karel Másson
 • Vídeó
  Guðmundur Úlfarsson
 • Lýsing
  Halldór Örn Óskarsson
 • Dramatúrg
  Igor Dobricic
 • Aðstoð við búninga
  Tanja Huld Levý
 • Markaðs- og kynningarmál
  Kara Hergils
 • Listræn aðstoð
  Birnir Jón Sigurðsson
 • Brjóstmyndir

  Lilja Birgisdóttir og Leifur Wilberg Orrason

 • Ljósmyndir

  Owen Fiene

 • Hljóð á sviði
  Kristján Sigmundur Einarsson
 • Sýningarstjórn
  Kristín Hauksdóttir
 • Sviðsdeils: Yfirumsjón sýningar
  Viðar Jónsson
 • Sviðsmenn

  Lena Birgisdóttir og Valur Hreggviðsson

 • Leikgervadeild
  Svava Margrétardóttir

Um tónlistina: Frumsamin tónlist í sýningunni er eftir Gunnar Karel Másson, einning eru leiknar útsetningar á verkum eftir aðra höfunda, Anna Meredith, Henry Purcell, Prodigy.


Sérstakar þakkir:

Extra Loppan
Fastus
Flatey Pizza
Hampiðjan
Lovísa Ýr

Marmarabörn í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Verkefnið er styrkt af mennta og menningarmálaráðuneytinu og íslenska sendiráðinu í Osló.

Vinnustofur: Kunstencentrum Vooruit Ghent, BIRCA Bornholm, Archinos Cairo.

Frá höfundi

Það var rétt fyrir frumsýningu á síðasta verki Marmarabarna að við sátum saman í eldhúsi Kampnagel leikhússins í Hamborg og létum hugann reika um hvaða verkefni við ættum að taka okkur fyrir næst. Hugurinn bar okkur fyrst út í geim og við veltum því fyrir okkur hvernig lífið væri á öðrum plánetum en fljótlega skaut eyjan upp kollinum sem hugsanlegur útgangspunktur. Pláneturnar, og þar á meðal jörðin, eru jú einskonar eyjur í endalausu úthafi geimsins.

Verkið sem við frumsýndum í Hamborg og settum svo seinna upp hér í Þjóðleikhúsinu tók fyrir fjallið sem umhverfi og táknmynd og bar heitið Moving Mountains In Three Essays. Sú sýning lagði línurnar fyrir okkar samstarf í dag þar sem áhersla er lögð á að búa til landslag á sviði þar sem við sviðsetjum tilraunir okkar í samsköpun. Þetta sköpunarverk dansar á þverfaglegri línu þar sem leikhús, myndlist og dans koma saman í spunakenndri veröld sem þó er ítarlega samsettari en fyrst mætti halda. Auk myndrænna og leikfræðilegra aðferða notum við kóreógrafíska nálgun til að henda reiður á óreiðukenndan heim, líkt og við sjálf reynum eftir bestu getu að skapa merkingu í glundroða tilverunnar.

Nú höfum við semsagt dúkkað upp á eyju sem við fyrstu sýn virðist vera í eyði. Eyðieyjan er þó sjaldan jafn tómleg og við fyrstu sýn og hér sjást glögglega merki um fyrri íbúa. Allt er á tjá og tundri og óvíst hvort að hér hafi gengið yfir fárviðri eða kannski bara eftirleifar af góðu partýi. Það er erfitt að segja, plastdraslið sem þekur hér hvern landskika er ódauðlegt í orðsins fyllstu merkingu og ekki hægt að hugsa sér lífið fyrir tíma þess. Plastið er líka guðdómlegt í margbreytileika sínum en nú erum við að vakna við vondan draum og hefur plastið orðið að táknmynd þeirrar efnishyggju sem mengar jörðina með sinni offramleiðslu og einnota hugsunarhætti. Líkt og við notuðum gul reipi í Moving Mountains til að skapa landslag þá nálgumst við plaststranga, afgangs netadræsur og annað tilfallandi til að umbreyta sviðinu. Leikendur eru á sama tíma persónur og sviðsmenn, á stöðugu róti með með efniviðinn sem verður undirlag eða yfirhöfn, hagnýtir hlutir eða hugarsmíði.

Eyjan sjálf er á reiki og vísar í margt, heiminn, sviðið og okkur sjálf. Eyjan er sögusvið okkar í kvöld og þar finnum við fimm strandaglópa sem rekið hefur á land. Með nostalgíska framtíðarsýn að leiðarljósi reyna þau að endurbyggja eyjuna eftir minni en þau falla fljótt í sömu gryfju og fyrirrennarar þeirra. Eyjan er sögusviðið en það virðist alltaf vera sama verk á fjölunum; dramb og fall mannskepnunnar sem vill alltaf meira og virðist ómögulega geta lifað í samlyndi við aðra.

Umfjöllun

„Marmarabörn hafa verið að hasla sér völl síðustu misseri og stíga nú fram sem einn áhugaverðasti og djarfasti sviðlistarhópur landsins.” - SJ, Fréttablaðið

„Samanlagt var þetta sérstæð sýning sem gladdi augu og eyru og hugsun á frumlegan hátt.” - SA, TTM

„Ég var algjörlega agndofa, það var algjölega stórkostlegt." - JKS, Lestarklefinn.

„Ég upplifði þetta sem hápólitíska sýningu." - SAJ, Lestarklefinn.

„Framúrstefnan boðar það sem koma skal í listum og Marmarabörn boða aldeilis góða tíma." - SJ, Fréttablaðið.

„Verkið er skondið á köflum. Dáleiðandi á öðrum köflum. Stundum tilgerðarlega frammúrstefnulegt. Stundum þreytandi. Stundum einfaldlega undarlegt. Á endanum heillandi." - ÆÞJ, Skandali.

„Póstmódernískt plastbarrok.” - BS, Víðsjá.


Flöskuskeyti

Myndbönd


Viðtöl 1

Viðtöl 2

Fyrri verk

Íslenski sviðslistahópurinn Marble Crowd frumsýndi verkið Moving Mountains á aðalsviði Kampnagel leikhússins í Hamborg. Verkið var svo í fyrsta sinn sýnt á Íslandi á stóra sviði Þjóðleikhússins. Moving Mountains in Three Essays hlaut frábærar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda og var tilnefnt til gagnrýnendaverðlauna tímaritsins Tanz sem sýning ársins, en jafnframt var Marble Crowd valinn sem ein af rísandi stjörnum sviðslista í Þýskalandi.

Fimm höfundar segja söguna af því að flytja fjöll. Óvæntur atburður flækist fyrir þeim. Að flytja fjöll er að reyna hið ómögulega. Í röð tilrauna leitast Marble Crowd við að flytja fjöll með hreyfingum, sögum og sjónarspili. En hvað er fjall? Er það heilagur staður eða bara stórt steinasafn?
170330_Raetzke_MOVING_MOUNTAINS_0580170330_Raetzke_MOVING_MOUNTAINS_0697170330_Raetzke_MOVING_MOUNTAINS_0327170330_Raetzke_MOVING_MOUNTAINS_0430