Allt leikárið

Eyður

Heillandi og húmorískt sviðsverk eftir verðlaunahópinn Marmarabörn

 • Frumsýning 15.1.2020
 • Svið Stóra sviðið

 Fimm strandaglópar ranka við sér á eyðieyju einhversstaðar milli raunheima og skáldskapar. Í framandlegu vistkerfi reyna þeir að endurskapa heiminn eftir minni. Á meðan leikmennina rekur á milli raunverulegra og ímyndaðra kringumstæðna birtast þeim sýnir á flökti milli fortíðar og framtíðar.

Marmarabörn (Marble Crowd) skapa myndræn sviðsverk þar sem hópurinn gerir atrennur að mögulegum og ómögulegum verkefnum. Eyður er önnur sýning þeirra í samstarfi við Þjóðleikhúsið en fyrri sýningin, Moving Mountains, var tilnefnd til gagnrýnendaverðlauna evrópska tímaritsins Tanz 2017 og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna 2019 í flokknum danshöfundur ársins.

„Hún sagði að paradís væri líklega á einhverri eyjunni en þar væri helvíti líka.“
-Judith Schalansky.

Flytjendur:
Katrín Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Saga Sigurðardóttir, Sigurður Arent Jónsson og Védís Kjartansdóttir 

Marmarabörn í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu - Leiklistarráði.

Næstu sýningar


Leikarar

 • Katrín Gunnarsdóttir
 • Kristinn Guðmundsson
 • Saga Sigurðardóttir
 • Sigurður Arent Jónsson
 • Védís Kjartansdóttir
 • PíanóGunnar Karel Másson

Listrænir aðstandendur

 • Höfundar og flytjendur
  Katrín Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Saga Sigurðardóttir, Sigurður Arent Jónsson, Védís
 • Sviðsmynd og búningar
  Guðný Hrund Sigurðardóttir
 • Tónlist, útsetningar og tónlistarflutningur
  Gunnar Karel Másson
 • Vídeó
  Guðmundur Úlfarsson
 • Lýsing
  Halldór Örn Óskarsson
 • Dramatúrg
  Igor Dobricic
 • Aðstoð við búninga
  Tanja Huld Levý
 • Markaðs- og kynningarmál
  Kara Hergils
 • Listræn aðstoð
  Birnir Jón Sigurðsson

Flöskuskeyti


 Fyrri verk

Íslenski sviðslistahópurinn Marble Crowd frumsýndi verkið Moving Mountains á aðalsviði Kampnagel leikhússins í Hamborg. Verkið var svo í fyrsta sinn sýnt á Íslandi á stóra sviði Þjóðleikhússins. Moving Mountains in Three Essays hlaut frábærar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda og var tilnefnt til gagnrýnendaverðlauna tímaritsins Tanz sem sýning ársins, en jafnframt var Marble Crowd valinn sem ein af rísandi stjörnum sviðslista í Þýskalandi.

Fimm höfundar segja söguna af því að flytja fjöll. Óvæntur atburður flækist fyrir þeim. Að flytja fjöll er að reyna hið ómögulega. Í röð tilrauna leitast Marble Crowd við að flytja fjöll með hreyfingum, sögum og sjónarspili. En hvað er fjall? Er það heilagur staður eða bara stórt steinasafn?
170330_Raetzke_MOVING_MOUNTAINS_0580170330_Raetzke_MOVING_MOUNTAINS_0697170330_Raetzke_MOVING_MOUNTAINS_0327170330_Raetzke_MOVING_MOUNTAINS_0430