Allt leikárið

Engillinn

 • Eftir Þorvald Þorsteinsson (Leiksýning byggð á verkum ÞÞ)
 • Leikstjórn og handrit Finnur Arnar Arnarson

Síðustu sýningar í febrúar.

 • Lengd 2:20 eitt hlé
 • Frumsýning 21.12.2019
 • Svið Kassinn

Eng­ill­inn er með því besta sem sjá má á fjölum leik­hús­anna um þessar mundir – ekki missa af þess­ari frá­bæru og fal­legu sýn­ingu

JSJ, Kjarninn

Rithöfundurinn, myndlistarmaðurinn og kennarinn Þorvaldur Þorsteinsson (1960-2013) féll frá langt fyrir aldur fram, en skildi eftir sig fjölda verka sem notið höfðu mikillar hylli, meðal annars örleikrit, leikrit í fullri lengd og handrit fyrir sjónvarp og útvarp. Í leiksýningunni Englinum er arfleifð Þorvaldar heiðruð.

Finnur Arnar Arnarson, myndlistarmaður og leikmyndahöfundur, skapar sýningu upp úr verkum Þorvaldar þar sem saman koma örverk, brot úr lengri verkum og vísanir í myndlist og gjörninga.

Hversdagslega súrrealísk sýning sem kemur á óvart .


Boðið verður upp á 20 mín. umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu á verkinu laugardagskvöldið 11. janúar.

Næstu sýningar

 • Engin sýning framundan

Leikarar

Listrænir stjórnendur
 • Leiksýning byggð á verkum
  Þorvaldar Þorsteinssonar
 • Leikstjórn, handrit og leikmynd
  Finnur Arnar Arnarson
 • Dramatúrg
  Gréta Kristín Ómarsdóttir
 • Aðstoðarleikmyndahönnuður
  Þórarinn Blöndal
 • Búningar
  Þórunn María Jónsdóttir
 • Lýsing
  Ólafur Ágúst Stefánsson
 • Tónlist
  Pétur Ben og Elvar Geir Sævarsson
 • Hljóðmynd
  Kristján Sigmundur Einarsson og Elvar Geir Sævarsson
 • Sýningastjórn og umsjón, og þátttakandi í sýningu
  Guðmundur Erlingsson og Tómas Baldursson
 • Tæknimaður á sýningum

  Áslákur Ingvarsson

 • Leikmunadeild

  Halldór Sturluson (yfirumsjón sýningar)

 • Leikgervadeild

  Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri og yfirumsjón sýningar. Þóra G. Benediktsdóttir, Valdís Karen Smáradóttir, Tinna Ingimarsdóttir, Salóme Jónsdóttir og Hildur Ingadóttir

 • Búningadeild
  Berglind Einarsdóttir deildarstjóri, Ásdís Guðný Guðmundsdóttir (yfirumsjón sýningar), Leila Arge, Hjördís Sigurbjörnsdóttir (yfirumsjón sýningar), Sigurbjörg Stefánsdóttir, Ingveldur Elsa Breiðfjörð
 • Ljósmyndir úr sýningu
  Saga Sig
 • Tónlist eftir Þorvald Þorsteinsson í sýningunni

  Fyrir sýningu og í hléi er leikin tónlist af plötunni Ósómaljóð, þar sem Megas syngur Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar, ásamt Skúla Sverris· syni og ósæmi· legri hljóm· sveit. Lagið Á ekki að dansa af sömu plötu er lokalag sýningarinnar

Viðtöl
Finnur Arnar Arnarson, leikstjóri


Hversdagleikhúsið

Í tengslum við sýninguna Engilinn stendur Þjóðleikhúsið fyrir listgjörningi um allt land. Hversdagsleikhúsið verður að finna á 10 stöðum. Hversdagslegt rými verður leiksvið, fólk að störfum og gestir og gangandi í hversdagslegum erindagjörðum verða leikarar og þeim sem sest í sætið býðst að verða áhorfandi og vonandi sjá hversdagsleikann í nýju ljósi.

Sjá nánar um verkefnið hér .

Leikmynd úr nytjahlutum

Þjóðleikhúsið í samstarfi við Sorpu og Stólpa Gáma stóð fyrir söfnun á nytjahlutum í nóvember á endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum í Reykjavík. Tilgangur söfnunarinnar var að safna efnivið í leikmynd sýningarinnar. Leikmynd þar sem persónulegir munir, hversdagslegir og veraldlegir hlutir sem fólk hefur eignast, notið, geymt, gleymt og losað sig við fá nýtt hlutverk á leiksviði.

Sérstökum söfnunargámi var komið fyrir í Sorpu Ánanaustum og fylltist hann á einni helgi. 

Gámurinn var svo opnaður með viðhöfn í leikhúsinu þann 7. nóvember á afmælisdegi Þorvaldar Þorsteinssonar.

Á sýningum geta áhorfendur keypt það sem þeir girnast úr leikmyndinni og fengið það afhent eftir að sýningum lýkur. Þannig öðlast hlutirnir framhaldslíf eftir að þeir hafa lokið hlutverki sínu á sviðinu.
Það sem ekki selst á sýningum verður sett í sölu í verslun Sorpu, Góða hirðinum. Öll innkoma af þessari sölu rennur til góðgerðarmálefna en það verður hlutverk Kvenfélagasambands Íslands að ráðstafa henni.

Leikmyndin er innblásin af verki Þorvaldar “tapað - fundið” sem var hluti af yfirlitssýningu listamannsins í Listasafni Reykjavíkur árið 2004. Sýningin bar yfirskriftina “Ég gerði þetta ekki.”

GAMUR2


Umfjöllun

"Eng­ill­inn er með því besta sem sjá má á fjölum leik­hús­anna um þessar mundir – ekki missa af þess­ari frá­bæru og fal­legu sýn­ingu!"

"Það er langt síðan sást jafn vel slíp­aður sam­leikur og hér er og þarf ekki að fara mörgum orðum um frammi­stöðu leik­hóps­ins – hér er valin kona og val­inn maður í hverju rúmi og það er ein­fald­lega unun að því að horfa á hversu leik­gleðin og kátínan ræður ríkj­um, leikstíll­inn frjáls­legur í sam­ræmi við efnið en allt vel agað og njörvað niður í heims­mynd Þor­valdar ..."

Úr gagnrýni Jakobs Jónssonar í  Kjarnanum - lesa meira!

"Engillinn er þörf áminning um þann magnaða fjársjóð frumleika og andagiftar sem verk Þorvaldar Þorsteinssonar eru. Heimspekileg absúrdrevía sem kætir, kitlar og kemur við okkur."

Úr gagnrýni Þorgeirs Tryggvasonar í Morgunblaðinu - lesa meira!

Á ekki að dansa?

Engillinn

Takk

Á turni Kassans er hátalarakerfi þar sem heyrast lesin upp nöfn skattgreiðenda úr þjóðskrá með þökkum fyrir framlag þeirra til menningar og lista. Upplesturinn hefst tveimur tímum fyrir hverja sýningu á Englinum.

Listamenn og listnemar úr öllum áttum lesa upp nöfnin og þakkirnar.

Hér er á ferðinni endurgerð á verki sem Þorvaldur Þorsteinsson gerði í bænum Kotka í Finnlandi sumarið 1995. Þar fékk hann með sér í lið ungar konur sem mættu á hverjum morgni nema sunnudögum og lásu upp nöfn allra 60.000 íbúa bæjarins og þökkuðu þeim persónulega fyrir framlag sitt til menningar og lista. Verkið stóð yfir í þrjá mánuði.

Verkið vekur upp spurningar um hvar  mörkin liggi á milli listarinnar og almennings? Hversu persónuleg getur listin verið? Hvað er almenningslist? Hver á listina? Ef þúsundir einstaklinga eru á kredit-lista eins listaverks, verður það þá stærra eða merkara? 

Kökubasar á hverri sýningu

Á hverri sýningu standa hin ýmsu kvenfélög úr Kvenfélagasambandi Íslands fyrir kökubasar í hléi og rennur ágóði af sölunni til góðgerðarmála. Áhorfendur geta keypt sér kökur og annað bakkelsi og fá góðgætið afhent að lokinni sýningu.

Hér er vísað í innsetningarverk Þorvaldar Þorsteinssonar frá árinu 1996: „Næsti basar verður á laugardaginn kl. 15:00“ á einkasýningu hans í Listasafni Akureyrar.

Þorvaldur gerði þá samkomulag við fjögur kvenfélög á Akureyri um að halda sinn árlega kökubasar og handverksmarkað á sýningunni, á opnun hennar og síðan á hverjum laugardegi á meðan sýningin stóð yfir. Á hverjum laugardegi urðu þá til ný verk, heimagerðar kökur, handverk og jólaskraut. Sjá frekari upplýsingar um verk Þorvaldar á this.is/thorvaldur