Allt leikárið

Einleikarinn

Leikarar Þjóðleikhússins leika listir sínar - í einrúmi - fyrir þjóðina

  • Frumsýning 19.3.2020
Leikarar Þjóðleikhússins láta samkomubann ekki stoppa sig. Þótt þeir séu nú án áhorfenda og mótleikara leita þeir skapandi leiða til að finna list sinni farveg
"Einleikarinn“ er nýtt og spennandi verkefni sem Þjóðleikhúsið hleypir nú af stokkunum, vettvangur þar sem áhorfendur og leikarar geta mæst og leiklistin fær að blómstra á tímum samkomubanns.

Í ,Einleikaranum” iðka leikarar Þjóðleikhússins list sína í einrúmi, hvort sem er heima við eða úti í náttúrunni og deila með þjóðinni á vef Þjóðleikhússins. ,,Einleikarinn“ er stutt myndbrot úr smiðju leikara Þjóðleikhússins, eitt nýtt myndbrot á dag verður birt alla virka daga.

Fylgist með leikurum Þjóðleikhússins leika listir sínar - í einrúmi - fyrir okkur öll.

Einleikarinn

7. apríl
Einleikari dagsins er Ragnheiður Steindórsdóttir.
Hún er svo mikil leikhúsmanneskja að hún var komin á Stóra sviðið áður en hún fæddist.

Ragnheidur

6. apríl.
Einleikari dasgins er Oddur Júlíusson, einnig þekktur sem Jónatan. 
Hann saknar Kaspers og Jespers.

Oddur

3. apríl.
Einleikari dagsins er Birgitta Birgisdóttir.
Hún lætur ekki sitt eftir liggja.
Birgitta

27. mars.
Einleikari dagsins er Guðrún S. Gísladóttir.
Hér kennir hún athyglisæfingu ömmu sinnar.
Gunna Gísla

26. mars.
Einleikari dagsins er Þórey Birgisdóttir.
Hér reynir hún að komast í göngutúr en þarf að sinna öðru fyrst.
Þórey Birgisdóttir

25. mars.
Einleikari dagsins er Arnar Jónsson
Hér rifjar hann upp Sóleyjarkvæði og hvers vegna við munum sumt og annað ekki.
Arnar Jónsson


24. mars.
Einleikari dagsins er Arnmundur Ernst Backman.
Hér flytur hann lagið Ævintýri af plötunni Hrekkjusvín.

Arnmundur Ernst


23. mars.
Einleikari dagsins er Ebba Katrín Finnsdóttir.
Hér bakar hún eplaköku með tilþrifum.
Ebba Katrín


22. mars.
Einleikari dagsins er Hallgrímur Ólafsson.
 Hann flytur hér lag og hugvekju á þessum skrítnu tímum. 

Halli Mello


Næstu sýningar

  • Engin sýning framundan