Sýningar

Tina Dickow

Tónleikar á Stóra sviði Þjóðleikhússins

Tina Dickow er meðal þekktustu tónlistarmanna Danmerkur og nýtur mikilla vinsælda og virðingar sem lagahöfundur og söngkona. Hún hefur búið á Íslandi í tæplega átta ár, en enn sem komið er hafa ekki gefist mörg tækifæri á að sjá hana á sviði hér á landi. Í Danmörku og Þýskalandi fyllir hún stærstu tónleikahallir og tónleikar Tinu í Þjóðleikhúsinu eru því kærkomið tækifæri til að upplifa hana í mikilli nánd. Hún er listamaður með mjög breitt svið af fallegum lögum, uppfull af grípandi frásögnum og laglínum. Hún mun koma fram með kvartett sínum, ásamt manni sínum, Helga Hrafni Jónssyni, auk Dennis Ahlgren og Marianne Lewandowski sem bæði koma frá heimabæ hennar, Árósum.

English:

Tina Dickow is one of Denmark's biggest and most highly acclaimed singers and songwriters. She's lived in Iceland for almost 8 years yet it's not often that she's performed in her new homecountry. In Denmark and Germany Tina fills the biggest concert halls and headlines festivals and her concert in Thjodleikhusid (The National Theatre of Iceland) is a rare opportunity to experience her live in Reykjavik in an intimate theatre hall. She's an artist with a huge array of beautiful songs full of haunting stories and melodies. She will perform with her quartet, consisting of her Icelandic husband, Helgi Jonsson as well as Dennis Ahlgren and Marianne Lewandowski from her childhood's city in Denmark, Aarhus.