Sýningar

Ókunnugur

Samtal um birtingarmyndir kynbundis ofbeldis og samskipti kynjanna

Ókunnugur er krefjandi, óheflað og fordómalaust samtal við áhorfendur. Aðaláhersla þessa samtals er að ræða við ungt fólk um birtingarmyndir kynbundins ofbeldis og samskipti kynjanna. Útgangspunktur verksins er sá að ungt fólk sé almennt á móti ofbeldi, þó því hafi ekki endilega auðnast að finna réttu leiðirnar til að taka þátt í baráttunni gegn því. Þó svo að viðfangsefni verksins séu eldfim og þörfin á breytingum mikil er verkinu ekki ætlað að predika. Þess í stað er því ætlað að vera hvetjandi, heiðarlegt, fyndið og skemmtilegt og nálgunin sniðin að því að allir geti tengt við verkið, óháð því hvort áhorfendur hafi reynslu af eða mikla þekkingu á viðfangsefnum þess.

Boðssýningar fyrir 7. og 8. bekki grunnskóla í Kúlunni 3.-30. apríl.

Kvöldsýningar fyrir almenning í Kúlunni 2., 7. og 16. apríl. Aðgangur ókeypis, en tekið við frjálsum framlögum. Bóka þarf sæti fyrirfram.

Frystiklefinn, í samstarfi við Kvennaathvarfið og Þjóðleikhúsið.


Höfundar: Gréta Kristín Ómarsdóttir og Kári Viðarsson

Leikstjóri: Gréta Kristín Ómarsdóttir

Flytjandi: Kári Viðarsson

Leikmyndahönnuður: Sigríður Sunna Reynisdóttir

Búningar og leikmunir: Francesca Lombardi

Tónlist og hljóðmynd: Axel Ingi Árnason & Sinah Be

Ljósahönnuður: Friðþjófur Þorsteinsson

Danshöfundur: Snædís Ingadóttir

Talsetning: Ragnheiður Steindórsdóttir

Leikmyndasmiður: Laureen Burlaat