Sýningar

Kraftaverk heilags Antóníusar - Leiklestur

Leiklestrafélagið í samvinnu við Þjóðleikhúsið kynnir leiklestur á Kraftaverki heilags Antóníusar eftir belgíska nóbelsskáldið Maurice Maeterlinck. Verkið var fyrst sviðsett í Brussel árið 1903 og síðan gefið út í París árið 1920. Það hefur aldrei verið sviðsett á Íslandi en Sveinn Einarsson hefur nýlega lokið við að þýða leikritið á íslensku og mun hann leikstýra leiklestrinum.

Maurice Maeterlinck (29. ágúst 1862 - 6. maí 1949) var flæmskt leikskáld, skáld og ritgerðahöfundur sem skrifaði á frönsku. Helstu viðfangsefni í verkum hans voru dauðinn og tilgangur lífsins. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1911.

Þó að Kraftaverk heilags Antóníusar sé ójarðbundið og fjalli að vissu leiti um dauðann, eins og helstu verk Maeterlinck, þá er leikritið frábrugðið þeim, því það er gamanleikur.

Leikarar:

Felix Bergsson
Hlynur Þorsteinsson
Jakob Þór Einarsson
Jóhanna Norðfjörð
Karl Ágúst Úlfsson
Kristján Franklin
Randver Þorláksson
Sigurður Skúlason
Sigurjóna Sverrisdóttir
Þórunn Magnea Magnúsdóttir

Lýsing: Páll Ragnarsson