Sýningar

Jólaglaðningur Rebeccu & Rúnars

Rebecca Scott Lord og Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson bjóða ykkur hjartanlega velkomin á Jólaglaðning sinn í Þjóðleikhúskjallaranum að kvöldi 19. desember! Þar bjóða þau upp á fjölbreytta dagskrá til að fylla áhorfendur af sönnum jólaanda. Góðir gestir mæta og verða með atriði, það verður sungið, leikið á hljóðfæri, lesnar jólasögur, ný hátíðarmyndbandsverk verða flutt, gjafir búnar til og margt margt fleira. Kíkið við og eigið með okkur notalega kvöldstund til að fagna komu jólanna!