Sýningar

Heitustu mínar

Uppistandstríó

Þriðjudagskvöld eru hin nýju laugardagskvöld! Allavega í haust því Uppistandstríóið Fyndnustu mínar munu taka yfir Þjóðleikhúskjallarann nokkur þriðjudagskvöld. Þær hafa haldið uppistönd við frábærar undirektir síðasta árið. Ekki hanga heima næsta þriðjudag, komdu frekar niðrí Þjóðleikhúskjallara í bjór, hláturskast og geðveika stemningu!

Uppistandshópurinn Fyndnustu mínar samanstendur af þeim Lóu Björk, Rebecca Scott Lord og Sölku Gullbrá.

Dyr opna 20:00, uppistandið byrjar 20:30

„Drullugott“

Hugleikur Dagsson, grínisti.

„Þú ert orðin betri í þessu“

Mamma einnar í hópnum

„Langaði ekki að stökkva á meðan þetta uppistand var i gangi. Aðeins betra en jakob birgis.“

Berglind The Festival, dagskrárgerðarkona