Sýningar

Dansandi ljóð

Kynngikraftur kvenna birtist í leiklist, ljóðum og tónlist

Dansandi ljóð er leiksýning þar sem ljóð, tónlist og hreyfingar sameinast í töfraheimi íslenskrar nútímakonu. Ævisaga hennar er sögð frá fæðingu til fullorðinsára á myndrænan, dramatískan og fyndinn hátt. Átta leikkonur túlka söguhetjuna, örlög hennar og ástir. Leikgerðin byggir á ljóðum eftir Gerði Kristnýju og tónlist eftir Margréti Kristínu Sigurðardóttur (Fabúlu). Leikstjóri er Edda Þórarinsdóttir.

Afmælishátíð

Leikhúslistakonur 50+ hafa starfað í fimm ár og fagna nú afmælisárinu með tveim sýningum:

Dansandi ljóð í janúar og Konur og krínólín í febrúar.
Hægt er að kaupa miðar á báðar sýningarnar á aðeins 7.000,- kr

„Leikhúskort og gjafakort Þjóðleikhússins gildir ekki á þessa sýningu.“
Í samstarfi við Leikhúslistakonur 50+

Konur og krínólín er tískusýningin sem allir hafa beðið eftir! Uppistand, fræðsla, dans, gleði og gaman. Hér stíga á stokk 9 glæsilegar og fjölhæfar leikkonur sem skemmta áhorfandanum með litríkum klæðum í stanslausu gleðikasti. Edda Björvinsdóttir er dresser í ónefndri höll, hvar ónotaður “runway” pallur vaknar til lífsins. Konurnar streyma fram í klæðum mismundandi tímabila. Búningar í umsjá Helgu Björnsson og verkstjórn í höndum Eddu Björgvins og Eddu Þórarins


Dansandi ljóð

Hljóðskraf