70 ára afmæli Þjóðleikhússins

Leikár Þjóðleikhússins er sannkallað veisluborð á þessu merkilega afmælisleikári. Afmælissýningin er hið elskaða leikverk Thorbjörns Egners Kardemommubærinn. Hún er helguð glæsilegri 70 ára sögu barnasýninga í Þjóðleikhúsinu. Verkið er nú sett upp í sjötta sinn, allt frá því það var frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins árið 1960.


Fjöldi spennandi leikverka af ólíku tagi verða á boðstólum á leikárinu, og má nánar fræðast um sýningarnar hér.   

Leikhúskortasalan er hafin og við minnum á að það margborgar sig að kaupa Leikhúskort . Þú nýtur betri kjara, færð fréttirnar fyrst og þér berast ýmis spennandi tilboð.

Við hlökkum mikið til leikársins og vonumst til að sjá þig í leikhúsinu á skemmtilegu, fjölbreyttu og spennandi leikári!