Leikhúskort

Sala leikhúskorta er hafin!
Tryggðu þér kort núna á aðeins 17.900 kr.

Kaupa leikhúskort
Nýtt leikár

Ómar Orðabelgur

Eitt af markmiðum Þjóðleikhússins er að bjóða börnum að upplifa töfra leikhússins, burtséð frá búsetu og efnahag, og því stendur það fyrir sérstökum boðssýningum á fjölmörgum stöðum á landsbyggðinni og einnig á höfuðborgarsvæðinu undir yfirskriftinni „Sögustund”.

Við sláumst í för með Ómari Orðabelg í leit að uppruna orðanna. Hvaðan kemur orðið fíll ? Afhverju segjum við fægiskófla? Er appelsína epli frá Kína? Ómar Orðabelgur ferðast um heim orðanna og kynnist allskonar skrýtnum orðum, en eitt orð mun hann kannski aldrei skilja til fulls. Dauðinn. Hvað er að deyja? Og hvað gerist eftir dauðann? Dauðinn er orð sem allir þekkja en veit einhver hvað það þýðir í raun?

Boðssýning á leikferð um landið og Sögustund í Þjóðleikhúskjallaranum.

Frumsýning á Patreksfirði 2. september

Aldursviðmið: 4ra – 8 ára