Dagbók Þjóðleikhússins (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

Nýtt leikár Þjóðleikhússins hefst fyrr og af meiri krafti en áður og engar fleiri sýningar á þessu leikári - 18. apríl 2020 10:36

Nýtt leikár Þjóðleikhússins hefst 29. ágúst með frumsýningu á Kardemommubænum – en ákveðið hefur verið að engar sýningar verði það sem eftir lifir þessa leikárs vegna samkomubanns. Næsta leikár hefst á hinn bóginn fyrr og af meiri krafti en venja er. Hver nýja sýningin mun reka aðra í haust og ljóst er að það verður mikið líf í Þjóðleikhúsinu þegar nýtt og spennandi leikár fer af stað.

Yael Farber, alþjóðlegur margverðlaunaður leikstjóri, ráðin til Þjóðleikhússins - 17. apríl 2020 18:33

Yael Farber er alþjóðlegur leikstjóri sem hefur leikstýrt víða um heim á undanförnum árum. Farber er frá Suður-Afríku en býr í Kanada og Singapúr. Hún hefur leikstýrt rómuðum sýningum í helstu leikhúsum Bretlands, Breska þjóðleikhúsinu, The Old Vic, Young Vic og Donmar Warehouse. Nú nýlega hlaut hún afbragðs dóma fyrir uppsetningu sína á Hamlet með Hollywoodstjörnunni Ruth Negga, sem sýnd hefur verið í New York. Farber er einnig leikskáld og hefur hún sjálf og sýningar hennar hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga.

Skilafrestur verka fyrir Hádegisleikhús á miðnætti! - 09. apríl 2020 9:44

Þjóðleikhúsið mun hleypa af stokkunum nýju Hádegisleikhúsi næsta haust með frumflutningi á fjórum nýjum íslenskum leikverkum í samstarfi við RÚV. Af því tilefni er auglýst eftir handritum eða ítarlegum hugmyndum að verkum sem eru 20-25 mínútur að lengd. Fjögur verkefni verða valin til þróunar og sýninga. Verkin verða frumsýnd í hinu nýja Hádegisleikhúsi Þjóðleikhússins í Þjóðleikhúskjallaranum leikárið 2020/21 og í framhaldinu í Sunnudagsleikhúsi RÚV.

Alþjóðlegur dagur leiklistar - 27. mars 2020 11:12

Í dag er Alþjóðlegur dagur leiklistar. Hann ber upp á óvenjulegum tímum. Á þessum degi er Magnúsi Geir þjóðleikhússtjóra, Margréti Bjarnadóttur höfundi innlenda ávarps dagsins og Shahid Nadeem, tíðrætt um mikilvægi samveru og samkenndar. Hugleiðingar þeirra má lesa hér.     

Alþjóðlegi leiklistardagurinn - erlent ávarp - 27. mars 2020 11:05

Boðskapur á alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2020 eftir leikskáldið Shahid Nadeem, frá Pakistan.

Alþjóðlegi leiklistardagurinn - innlent ávarp - 27. mars 2020 10:57

Margrét Bjarnadóttir dansari og sviðshöfundur, flutti ávarp í tilefni af Alþjóðlega leiklistardeginum

Síða 4 af 17