Dagbók Þjóðleikhússins (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

Útsending - frumsýning á föstudaginn - 19. febrúar 2020 17:31

Kraftmikið verk sem sló nýlega í gegn í London og New York með Bryan Cranston í aðalhlutverki. Fréttamaður missir tökin í beinni útsendingu - og áhorfið rýkur upp. Leikhús og sjónvarp mætast á einstakan hátt í tímalausri og hrífandi sögu um fjölmiðla og mannlega harmleiki.

Barnasýningar í Þjóðleikhúsinu vegna verkfalls - 15. febrúar 2020 18:28

Þjóðleikhúsið hefur ákveðið að bregðast hratt við vegna fyrirhugaðs verkfalls starfsfólks leikskóla í Reykjavík og bjóða upp á leiksýningar fyrir yngstu börnin á virkum dögum.
Þitt eigið leikrit frumsýning

Þitt eigið leikrit II - Tímaferðalag - 14. febrúar 2020 20:59

Frumsýning í Kúlunni í dag. Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson, í leikstjórn Stefán Halls Stefánssonar, var frumsýnt í Kúlunni í dag, við frábærar undirtektir áhorfenda, sem skemmtu sér ákaflega vel við að stjórna sjálfir atburðarásinni með þar til gerðum fjarstýringum.

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir leiðandi listamönnum til að skipa listrænt teymi leikhússins - 03. febrúar 2020 20:17

Í sjötíu ár hefur Þjóðleikhúsið laðað landsmenn til sín og skapað óteljandi ógleymanlega töfra. Nú stendur leikhúsið á spennandi tímamótum undir nýrri forystu.  Til að efla leikhúsið, skerpa á listrænni sýn og stöðu, auglýsir Þjóðleikhúsið eftir öflugum listrænum stjórnendum til að skipa nýtt listrænt teymi sem leiðir listrænt starf leikhússins ásamt leikhússtjóra.  Hlutverk teymis fastráðinna listrænna stjórnenda er að taka þátt í að móta listræna stefnu leikhússins með þjóðleikhússtjóra og styðja við hana, auk stefnumótunar fyrir leikhúsið almennt. Allir verða þeir virkir í listrænni sköpun í leikhúsinu ásamt öðrum listamönnum hússins. 

Marmarabörn frumsýna Eyður - 16. janúar 2020 16:49

Heillandi og húmorískt sviðsverk á Stóra sviðinu

Síða 3 af 17