Dagbók Þjóðleikhússins (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Sýning kvöldsins á Einræðisherranum fellur niður - 12. mars 2020 16:30

Ákveðið hefur verið að fella niður sýningu kvöldsins á Einræðisherranum. Tekið skal fram að það er ekki vegna gruns um Covid-19-smit, heldur til að gæta ítrustu varúðar.

Taktu þátt í að leiða Þjóðleikhúsið á skapandi tímamótum - 06. mars 2020 5:00

Þjóðleikhúsið stendur á skapandi tímamótum. Leikhúsið ætlar að snerta og hreyfa við fjölmörgum leikhúsgestum með framúrskarandi leiksýningum sem líða seint úr minni. Þjóðleikhúsið er sameign þjóðarinnar og á að vera opið og aðgengilegt en um leið beitt og með ríkt erindi. Listræn forysta leikhússins hefur verið endurnýjuð, nýtt skipulag hefur verið kynnt og nú er auglýst eftir þremur öflugum stjórnendum sem vilja taka þátt í þeirri spennandi vegferð sem framundan er. 

Breytingar á skipulagi Þjóðleikhússins - 04. mars 2020 14:15

 Gerðar hafa verið breytingar á skipulagi Þjóðleikhússins. Markmið breytinganna er að skerpa á skipulagi og skilvirkni með það að leiðarljósi að efla listrænt starf og auka listrænan árangur. Þannig verða skýrari skil á milli verkþátta, með aðgreiningu listræns starfs annars vegar og rekstur leikhússins hins vegar. Nýtt skipulag endurspeglast í nýju skipuriti

Þorleifur Örn Arnarsson gengur til liðs við Þjóðleikhúsið - 28. febrúar 2020 17:29

Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. Hann mun jafnframt vinna með Þjóðleikhúsinu að því að efla alþjóðlegt samstarf leikhússins og veita leikhúsinu listræna ráðgjöf á tímabilinu.

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir leikritum fyrir börn - 25. febrúar 2020 16:56

Þjóðleikhúsið vill efla starfsemi leikhússins í þágu barna og hvetja til ritunar nýrra, íslenskra barnaleikrita. Leikhúsið auglýsir því eftir nýjum leikritum fyrir börn, annars vegar fyrir Stóra sviðið og hins vegar fyrir Kassann eða Kúluna.

Nýir listrænir stjórnendur við Þjóðleikhúsið - 20. febrúar 2020 15:51

Til að efla leikhúsið, skerpa á listrænni sýn og stöðu hefur  Þjóðleikhúsið fastráðið fjóra öfluga og reynda listræna stjórnendur til að skipa teymi listrænna stjórnenda við leikhúsið ásamt leikhússtjóra. Allir verða þeir virkir í listrænni sköpun í leikhúsinu ásamt öðrum listamönnum hússins. Hlutverk teymis fastráðinna listrænna stjórnenda er jafnframt að taka þátt í að móta listræna stefnu leikhússins með þjóðleikhússtjóra og styðja við hana, auk stefnumótunar fyrir leikhúsið almennt.
Lesa meira!

Síða 2 af 17