Dagbók Þjóðleikhússins (Síða 2)
Fyrirsagnalisti

Shakespeare verður ástfanginn - frumsýning í kvöld!
Eitt umfangsmesta verkefni Þjóðleikhússins á leikárinu

Sögumaðurinn Einar Kárason stígur á svið í Þjóðleikhúsinu
Frumsýning á Stormfuglum í Leikhúskjallaranum annað kvöld

Leikprufur fyrir Kardemommubæinn í Þjóðleikhúsinu
Hið sívinsæla leikrit Thorbjörns Egners Kardemommubærinn verður frumsýnt í apríl 2020, á 70 ára afmæli Þjóðleikhússins. Þjóðleikhúsið leitar að hæfaleikaríkum börnum á aldrinum 9-17 ára til að taka þátt í uppfærslunni.

Frumsýning á Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)
Fimmtudaginn 19. september frumsýnir Þjóðleikhúsið í Kassanum leikritið Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Skáldsagan Ör spratt á sínum tíma af uppkasti að þessu leikriti. Leikritið byggir á sama grunni og skáldsagan en lýtur eigin lögmálum. Ólafur Egill Egilsson leikstýrir og Baldur Trausti Hreinsson leikur aðalhlutverkið. Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice semur lag sérstaklega fyrir sýninguna.