Mar. fréttir
27. Mar. 2024
Alþjóðlegi leiklistardagurinn 2024
27. Mar. 2024 Alþjóðlegi leiklistardagurinn 2024 Í dag fögnum við alþjóðlega leiklistardeginum. Samkvæmt hefðinni flytur valinn sviðlistsamanneskja ávarp og að þessu sinni er það Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri. Við birtum einnnig ávarp norska leikskáldsins Jon Fosse, sem Hafliði Arngrímsson íslenskaði. Sviðslistasamband Íslands SSÍ Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2024 Gréta Krisín Ómarsdóttir, leikstjóri Í lokin kvikna ljósin aftur og þá eru þau öll þarna. Meira að segja ef þau voru grátandi síðast þegar við sáum þau, eða ef einhver stakk einhvern með heimskulegum hníf eða eitthvað. Þarna eru þau aftur. Búin að þvo sér og haldast í hendur og hlægja. Kollegarnir, sem eru núna vinir aftur, sem hneigja sig í lokin þegar ljósin kvikna. Stertabenda. 2016. Marius von Mayenburg og leikhópurinn Stertabenda Ég á stundum erfitt með að trúa á leikhúsið, þetta þversagnakennda samskiptaform þar sem staður er stund. Þennan óarðbæra fagvettvang þar sem má hugsa hið óhugsandi en úrræðin anna aldrei öllum hugmyndunum. Ég á stundum erfitt með að trúa á þessa sleipu list sem framleiðir merkingu með röð blekkinga. Ég á stundum erfitt með að trúa á leikhúsið og getu þess til að gera nokkuð, hreyfa eða segja nokkuð sem skiptir máli fyrir klofin samfélög í brennandi heimi. En leikhúsið strengir mig sífellt upp á milli ósamrýmanlegra forsenda þar sem fleira en eitt fær að vera satt á sama tíma, og líka þetta: Leikhúsið er tilgangslaust. Leikhúsið getur bjargað heiminum. Leikhús bjargaði lífi mínu. Það var niðurstaða sem ég komst að eftir tveggja ára rannsóknarferli í meistaranámi í leikstjórn við Listaháskólann í Helsinki. Sem barn var ég svo lánsöm að finna leiklist og sögur sem athvarf frá óvinveittu umhverfi og flóknum sársauka. Ég hefði allt eins getað ratað í önnur efni og meira eyðileggjandi, en fyrir einhverja lifandis lukku þá fékk amma mín þá flugu í höfuðið að …
Lesa meira
06. Mar. 2024
Stórsöngleikurinn Frost frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins
06. Mar. 2024 Stórsöngleikurinn Frost frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins Laugardaginn 2. mars frumsýndi Þjóðleikhúsið störsöngleikinn Frost á Stóra sviðinu. Nú þegar er orðið uppselt á um 40 sýningar. Sýningin býður upp á stórbrotin tónlistaratriði og bráðskemmtilegar persónur þar sem þekkt og vinsæl lög hljóma í bland við fjölmörg ný lög sem eru samin sérstaklega fyrir söngleikinn. KAUPA Gísli Örn Garðarsson sýnir verkið á öllum Norðurlöndunum Þá er er loksins komið að því. Söngleikurinn Frost verður frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. mars kl. 19.00. Söngleikurinn er byggður á hinni ástsælu Disneyteiknimynd Frozen og hefur notið mikilla vinsælda á Broadway, West End í London og víðar. Þetta hrífandi ævintýri birtist okkur nú í nýrri uppfærslu Gísla Arnar, þar sem einstakt vald hans á töfrum leikhússins nýtur sín til fulls, líkt og í geysivinsælum sýningum hans á borð við Í hjarta Hróa hattar og Rómeó og Júlíu. Sagan er innblásin af Snædrottningunni eftir sagnameistarann H.C. Andersen, og á þannig uppruna sinn á Norðurlöndum, en Gísli Örn mun setja sýninguna upp víða um Norðurlönd. Hildur Vala og Vala Kristín eru Elsa og Anna Það eru þær Hildur Vala Baldursdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir sem fara með hlutverk systranna Elsu og Önnu. Guðjón Davíð Karlsson fer með hlutverk snjókarlsins Ólafs en alls taka þátt í sýningunni sautján leikarar, tólf börn og níu manna hljómsveit. Frost er spennandi, fyndin og falleg saga um sterkar, ungar konur sem þurfa að takast á við ill örlög. Börnin í sýningunni Alls verða það tólf börn sem munu fara með hlutverk í sýningunni. Eftir áheyrnarprufur voru fjórar ungar stúlkar valdar til þess að skipta með sér hlutverkum systranna yngri. Þetta eru þær Iðunn Eldey Stefánsdóttir, Emma Máney Emilsdóttir, Jósefína Dickow Helgadóttir og Nína Sólrún Tamimi. Höfundar og listrænir stjórnendur Tónlist og söngtextar Kristen Anderson-Lopez, Robert Lopez Handrit …
LESA MEIRA
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími