Dagbók Þjóðleikhússins (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Þrír öflugir stjórnendur ganga til liðs við Þjóðleikhúsið - 20. apríl 2020 11:52

Eftir skipulagsbreytingar síðustu mánaða í Þjóðleikhúsinu hafa nú verið ráðnir þrír nýir öflugir stjórnendur í Þjóðleikhúsið. Störf þeirra koma í stað þriggja annarra starfa sem voru aflögð sem hluti af áherslu- og skipulagsbreytingum í leikhúsinu. Nýju starfsmennirnir eru allir afar reynslumiklir á sviði leikhúsa, menningar og þjónustu. Steinunn Þórhallsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri leikhússins, Jón Þorgeir Kristjánsson tekur við sem forstöðumaður samskipta og markaðsmála og Kristín Ólafsdóttir tekur við nýju starfi þjónustu- og upplifunarstjóra. Þau munu koma til starfa á næstu mánuðum við að undirbúa nýtt, glæsilegt leikár Þjóðleikhússins sem hefst í lok ágúst. Þessar breytingar nú koma í kjölfar endurnýjunar í hópi listrænna stjórnenda leikhússins og skipulagsbreytinga sem kynntar voru í mars. Markmið breytinganna eru að bæta listrænt starf og gæði, að opna leikhúsið og sækja nýja leikhúsgesti og síðast en ekki síst að bæta þjónustu og upplifun leikhúsgesta. Magnús Geir Þórðarson tók við sem leikhússtjóri þann 1. janúar síðastliðinn. 

Nýtt leikár Þjóðleikhússins hefst fyrr og af meiri krafti en áður og engar fleiri sýningar á þessu leikári - 18. apríl 2020 10:36

Nýtt leikár Þjóðleikhússins hefst 29. ágúst með frumsýningu á Kardemommubænum – en ákveðið hefur verið að engar sýningar verði það sem eftir lifir þessa leikárs vegna samkomubanns. Næsta leikár hefst á hinn bóginn fyrr og af meiri krafti en venja er. Hver nýja sýningin mun reka aðra í haust og ljóst er að það verður mikið líf í Þjóðleikhúsinu þegar nýtt og spennandi leikár fer af stað.

Yael Farber, alþjóðlegur margverðlaunaður leikstjóri, ráðin til Þjóðleikhússins - 17. apríl 2020 18:33

Yael Farber er alþjóðlegur leikstjóri sem hefur leikstýrt víða um heim á undanförnum árum. Farber er frá Suður-Afríku en býr í Kanada og Singapúr. Hún hefur leikstýrt rómuðum sýningum í helstu leikhúsum Bretlands, Breska þjóðleikhúsinu, The Old Vic, Young Vic og Donmar Warehouse. Nú nýlega hlaut hún afbragðs dóma fyrir uppsetningu sína á Hamlet með Hollywoodstjörnunni Ruth Negga, sem sýnd hefur verið í New York. Farber er einnig leikskáld og hefur hún sjálf og sýningar hennar hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga.

Skilafrestur verka fyrir Hádegisleikhús á miðnætti! - 09. apríl 2020 9:44

Þjóðleikhúsið mun hleypa af stokkunum nýju Hádegisleikhúsi næsta haust með frumflutningi á fjórum nýjum íslenskum leikverkum í samstarfi við RÚV. Af því tilefni er auglýst eftir handritum eða ítarlegum hugmyndum að verkum sem eru 20-25 mínútur að lengd. Fjögur verkefni verða valin til þróunar og sýninga. Verkin verða frumsýnd í hinu nýja Hádegisleikhúsi Þjóðleikhússins í Þjóðleikhúskjallaranum leikárið 2020/21 og í framhaldinu í Sunnudagsleikhúsi RÚV.

Alþjóðlegur dagur leiklistar - 27. mars 2020 11:12

Í dag er Alþjóðlegur dagur leiklistar. Hann ber upp á óvenjulegum tímum. Á þessum degi er Magnúsi Geir þjóðleikhússtjóra, Margréti Bjarnadóttur höfundi innlenda ávarps dagsins og Shahid Nadeem, tíðrætt um mikilvægi samveru og samkenndar. Hugleiðingar þeirra má lesa hér.     

Alþjóðlegi leiklistardagurinn - erlent ávarp - 27. mars 2020 11:05

Boðskapur á alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2020 eftir leikskáldið Shahid Nadeem, frá Pakistan.

Síða 2 af 17