Dagbók Þjóðleikhússins

Fyrirsagnalisti

Ólafur Egill skrifar og leikstýrir nýju verki um Ástu Sigurðardóttur - 04. júlí 2020 8:34

Ólafur Egill Egilsson er nú að leggja lokahönd á leikrit sem byggir á höfundarverki og ævi listakonunnar Ástu Sigurðardóttur. Ásta var lifandi goðsögn í bæjarlífi Reykjavíkur um miðbik síðustu aldar. Myndverk hennar, sögur, greinar og ljóð vöktu aðdáun og hneykslun, og oft urðu skilin á milli lífs hennar og höfundarverks óljós. Ólafur Egill gekk til liðs við Þjóðleikhúsið nú í vor og er hluti af nýju fastráðnu teymi listrænna stjórnenda leikhúsið. Ásta er fyrsta verkið sem Ólafur Egill vinnur eftir að hann tók við nýrri stöðu í leikhúsinu. Birgitta Birgisdóttir mun fara með hlutverk Ástu.

Þjóðleikhúsið hlýtur jafnlaunavottun - 01. júlí 2020 9:30

Þjóðleikhúsið hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85. Vottunin er staðfesting á því að jafnlaunakerfi Þjóðleikhússins stenst kröfur Jafnlaunastaðalsins og með jafnlaunavottuninni hefur Þjóðleikhúsið öðlast heimild Jafnréttisstofu að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára.

Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri tók við skírteini þessu til staðfestingar frá vottunarstofunni Icert ásamt hópi starfsfólks Þjóðleikhússins sem unnið hefur að vottunarferlinu.

Hádegisleikhúsið 2020

Fjögur ný leikrit valin fyrir Hádegisleikhúsið - 26. júní 2020 17:49

254 verk bárust í samkeppni Þjóðleikhússins og RÚV

Kristín Þóra og Hilmar Guðjónsson bætast í leikarahóp Þjóðleikhússins - 24. júní 2020 16:14

Leikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson hafa nú bæði gengið til liðs við Þjóðleikhúsið en bæði hafa þau hlotið mikið lof, Grímuverðlaun og aðrar viðurkenningar fyrir störf sín. Þau mun leika saman í verkinu Upphaf sem María Reyndal leikstýrir og verður frumsýnt 11. september. Verkið var frumsýnt í Breska þjóðleikhúsinu í London fyrir þremur árum og hlaut afar góðar viðtökur. Það gekk fyrir fullu húsi, var flutt yfir á West End og hefur síðan verið sviðsett víða um heim. 

Þjóðleikhúsið hlaut flest Grímuverðlaun í ár - 15. júní 2020 22:10

Atómstöðin atkvæðamest meðal annars valin leiksýning ársins.

Unnur Ösp og Vigdís Hrefna í aðalhlutverkum í Framúrskarandi vinkona - 09. júní 2020 14:33

Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir munu fara með hlutverk vinkvennanna Elenu og Lilu í stórsýningunni Framúrskarandi vinkona, sem byggir á Napólísögum Ferrante og hefur farið sigurför um heiminn. Leitað er að tveimur stúlkum á aldrinum 8-12 ára til þess að fara með hlutverk vinkvennanna sem börn. Þegar hefur verið tilkynnt að leikstjórinn Yael Farber frá Suður-Afríku muni leikstýra verkinu, en koma hennar er sannkallaður hvalreki fyrir leikhúslífið því hún hefur á undanförnum árum verið afar farsæll og eftirsóttur leikstjóri um allan heim.

Síða 1 af 17