05. Mar. 2020

Taktu þátt í að leiða Þjóðleikhúsið á skapandi tímamótum

Þjóðleikhúsið stendur á skapandi tímamótum. Leikhúsið ætlar að snerta og hreyfa við fjölmörgum leikhúsgestum með framúrskarandi leiksýningum sem líða seint úr minni. Þjóðleikhúsið er sameign þjóðarinnar og á að vera opið og aðgengilegt en um leið beitt og með ríkt erindi. Listræn forysta leikhússins hefur verið endurnýjuð, nýtt skipulag hefur verið kynnt og nú er auglýst eftir þremur öflugum stjórnendum sem vilja taka þátt í þeirri spennandi vegferð sem framundan er.

Við auglýsum eftir umsóknum í þrjár stöður:

Framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjóri stýrir daglegum rekstri leikhússins við hlið leikhússtjóra. Hann fer fyrir rekstrarsviði leikhússins en undir það heyra sviðs- og tæknideildir; fjármál og rekstur; samskipta-, markaðs- og upplýsingamál, og skipulags- og öryggismál.
Nánar um starfið, hæfnis- og menntunarkröfur á starfatorg.is.

 

Forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar

Forstðumaður mótar og framfylgir samskiptastefnu leikhússins. Hann stýrir samtali leikhússins við samfélagið, fer fyrir markaðs- og sölumálum, og hefur yfirumsjón með upplifun og þjónustu.
Nánar um starfið, hæfnis- og menntunarkröfur á starfatorg.is

Þjónustu- og upplifunarstjóri

Þjóðleikhúsið hyggst stórbæta þjónustu og upplifun leikhúsgesta allt frá því komið er í leikhúsið og þar til leiksýningu er lokið. Þjónustu- og upplifunarstjóri stýrir allri þjónustu og upplifun gesta í og í kringum leikhúsið. Hann mun leiða bætta veitingaþjónustu.
Nánar um starfið, hæfnis- og menntunarkröfur á starfatorg. is.

Umsóknarfrestur er til og með 18. mars.

Þjóðleikhúsið hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um störfin. Nánari upplýsingar á starfatorg.is.

 Nánari upplýsingar um leikhúsið og nýtt skipulag

 

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími