Kynningarkvöld Þjóðleikhússins

09. september 2019

Leikárið kynnt á Stóra sviðinu

Á kynningarkvöld Þjóðleikhússins í kvöld munu leikstjórar, listrænir stjórnendur og þjóðleikhússtjóri fara yfir leikárið og veita sérstaka innsýn í spennandi viðfangsefni vetrarins.

Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir, en taka þarf miða frá fyrirfram. 

Dagskráin hefst kl. 20.00 og stendur yfir í um klst. Að henni lokinni bjóðum við gestum að þiggja drykk á Kristalsal, blanda geði við listafólkið og kynna sér afmælisleikárið nánar. 

Miðasala verður opin til kl. 22.00 og hægt verður að ganga frá kaupum á Leikhúskortum.

Aukamiði fylgir öllum Leikhúskortum

Þjóðleikhúsið fagnar 70 ára afmæli sínu næsta vetur. Af því tilefni fylgir einn aukamiði með hverju Leikhúskorti á einhverja af þeim sýningum sem þú velur í kortið þitt. Þú getur svo boðið hverjum sem þú vilt að njóta með þér leikhúsupplifunar í vetur. Athugið að 9. september er lokadagur tilboðsins