Frumsýning á Brúðkaupi Fígarós

09. september 2019

Óperusýning á Stóra sviði Þjóðleikhússins

Íslenska óperan frumsýndi um helgina Brúðkaup Fígarós í samstarfi við Þjóðleikhúsið á Stóra sviðinu, við mikla hrifningu áhorfenda. 

Það hefur verið starfsfólki Þjóðleikhússins sérstök ánægja að taka þátt í uppsetningu á óperunni, en nokkuð er liðið síðan ópera var sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins. 

Óperan er byggð á gamanleikriti Beaumarchais og er full af fyndnum uppákomum, misskilningi og óvæntum uppljóstrunum. Verkið hefur engu að síður alvarlegan undirtón og felur í sér leiftrandi ádeilu á samskipti yfirstéttar og alþýðu.