Dagbók Þjóðleikhússins

Fyrirsagnalisti

Sturla Atlas fer með hlutverk Rómeó - 29. maí 2020 20:06

Sigurbjartur Sturla Atlason, eða Sturla Atlas eins og hann er betur þekktur, mun fara með hlutverk Rómeó í uppsetningu Þorleifs Arnar á Rómeó og Júlíu á Stóra sviði Þjóðleikhússins á næsta leikári. Fjórtán leikurum var boðið í ítarlegar prufur fyrir hlutverkið en alls höfðu um 100 sótt um. Sturla Atlas var á endanum sá sem hreppti hnossið. Ebba Katrín Finnsdóttir mun fara með hlutverk Júlíu, eins og áður hefur komið fram.

Þjóðleikhúsið auglýsir spennandi sumarstörf fyrir námsmenn - 28. maí 2020 9:26

Leikhúsið stendur fyrir tveimur átaksverkefnum sumarið 2020 og við auglýsum eftir námsmönnum til að framkvæma þau með okkur.

150 umsóknir bárust vegna barnaleikrita - 20. maí 2020 11:43

Leikrit eftir tvö ný leikskáld, Gunnar Eiríksson og Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, valin

Leitin að Rómeó - 05. maí 2020 15:02

Þjóðleikhúsið undirbýr nú viðamikla uppsetningu á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Sýningin verður frumsýnd í byrjun mars 2021. Nú er unnið að mönnun sýningarinnar en einvala hópur listrænna stjórnenda hefur verið ráðinn að verkefninu við hlið Þorleifs Arnar. Júlía er fundin en hver er Rómeó?

Orðsending í tilefni alþjóðlega dansdagsins - 29. apríl 2020 10:52

Alþjóðlegi dansdagurinn er 29. apríl. Saga danslistar á Íslandi er samofin sögu Þjóðleikhússins. Fyrsti íslenski ballettinn var sýndur á Listamannaþingi í Þjóðleikhúsinu árið 1950, Eldurinn eftir Sigríði Ármann, byggður á samnefndu kvæði Einars Benediktssonar, með tónlist eftir Jórunni Viðar. Árlega sendir dansnefnd ITI/UNESCO út orðsendingu í tilefni dagsins. Hér má lesa "Orðsendingu í tilefni alþjóðlega dansdagsins 29. apríl 2020" eftir Gregory Vuyani MAQOMA, frá Suður-Afríku, en hann er dansari, leikari, danshöfundur og danskennari. Steinunn Þorvaldsdóttir þýddi orðsendinguna yfir á íslensku.

Draumur þjóðar - 24. apríl 2020 11:46

Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu á sumardaginn fyrsta, 23. apríl 2020.

Síða 1 af 17