Dagbók Þjóðleikhússins

Fyrirsagnalisti

Alþjóðlegur dagur leiklistar - 27. mars 2020 11:12

Í dag er Alþjóðlegur dagur leiklistar. Hann ber upp á óvenjulegum tímum. Á þessum degi er Magnúsi Geir þjóðleikhússtjóra, Margréti Bjarnadóttur höfundi innlenda ávarps dagsins og Shahid Nadeem, tíðrætt um mikilvægi samveru og samkenndar. Hugleiðingar þeirra má lesa hér.     

Alþjóðlegi leiklistardagurinn - erlent ávarp - 27. mars 2020 11:05

Boðskapur á alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2020 eftir leikskáldið Shahid Nadeem, frá Pakistan.

Alþjóðlegi leiklistardagurinn - innlent ávarp - 27. mars 2020 10:57

Margrét Bjarnadóttir dansari og sviðshöfundur, flutti ávarp í tilefni af Alþjóðlega leiklistardeginum

Þjóðleikhúsið - beint til þín - 20. mars 2020 15:36

Listafólk Þjóðleikhússins leitar nú nýrra og fjölbreyttra leiða til að nýta hæfileika sína og gleðja landsmenn meðan á samkomubanni stendur. Nýir tímar kalla á nýtt form. Við verðum með fjölbreytta viðburði sem hleypt verður af stokkunum á næstu dögum. Allir viðburðir Þjóðleikhússins næstu vikurnar miða að því að fólk þurfi ekki að koma saman í hópum, hvorki listafólk né áhorfendur.

Ljóð fyrir þjóð! - 16. mars 2020 12:15

RÚV og Þjóðleikhúsið taka höndum saman um að skemmta landsmönnum meðan á samkomubanni stendur. Almenningi býðst að velja eftirlætisljóð og fá einkalestur frá leikurum á stóra sviði Þjóðleikhússins.

Tilkynning vegna samkomubanns - 13. mars 2020 11:47

Þar sem samkomubann hefur verið sett á í landinu þarf Þjóðleikhúsið, eins og aðrar sviðslistastofnanir, að fresta sýningum um óákveðinn tíma. Helstu sviðslistastofnanir þjóðarinnar, þar á meðal Þjóðleikhúsið, eru í samstarfi um viðbrögð vegna Covid-19 veirunnar. Þó samkomubannið bresti ekki á með formlegum hætti fyrr en á sunnudag, þá hefur leikhúsið ákveðið að fella niður sýningar helgarinnar þegar í stað í varúðarskyni.

Síða 1 af 17