Elvar Geir Sævarsson

Hljóðmaður

  • Elvar Geir

Elvar Geir gerir hljóðmynd fyrir Föðurinn, Efa og Svartalogn í Þjóðleikhúsinu leikárið 2017-2018.

Elva hefur starfað við tónlist og leikhús frá árinu 1997. Hann starfar sem hljóðmaður við Þjóðleikhúsið.

Elvar nam jazzgítarleik og tónfræði hjá Guðmundi Péturssyni og lauk upptökunámi við Stafræna hljóðupptökuskólann árið 2001. Jafnframt hefur hann lokið BA-gráðu í heimspeki og framhalds-diplómu í Alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands.

Elvar hefur starfað sem hljóðmaður við Þjóðleikhúsið frá ársbyrjun 2013 og meðal annars unnið við Dýrin í Hálsaskógi, Fyrirheitna landið, Engla alheimsins, Óvita, Þingkonurnar, Mann að mínu skapi og Spamalot. Hann vann hér áður við tvær sýningar sem hljóðmaður, Ástkonur Picassos og Með fulla vasa af grjóti.
Elvar sá um hljóðmynd í Sporvagninum Girnd, í Hleyptu þeim rétta inn ásamt Högna Egilssyni og í Horft frá brúnni. Hann sá um hljóðhönnun í Fjarskalandi.

Elvar lék á gítar í uppfærslu Hafnarfjarðarleikhússins á Abbababb eftir Dr. Gunna og hannaði hljóðmynd að verkinu Anna uppfinningakona eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur.

Elvar hefur frá aldamótum komið að fjölmörgum hljómplötum sem lagahöfundur, hljóðfæraleikari eða upptökustjóri og heldur úti hljómsveitinni Hellvar sem ferðast reglulega um heiminn í leit að ævintýrum, aðdáendum og útgáfufyrirtækjum.