Veigar Margeirsson

Veigar Margeirsson semur tónlist fyrir Efa í Þjóðleikhúsinu leikárið 2017-2018.

Efi er fyrsta verkefni Veigars í Þjóðleikhúsi en hann hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir og stiklur fjölda kvikmynda, hérlendis sem vestan hafs.

Veigar á og rekur framleiðslufyrirtæki í Los Angeles, Pitch Hammer Music, sem sérhæfir sig í framleiðslu tónlistar fyrir stiklur fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti og leikhús. Meðal verkefna fyrirtækisins eru American Sniper, Gone Girl, The Amazing Spiderman 2, The Dark Knight Rises, Guardians of the Galaxy, Iron Man 3, Noah, Avengers 2: The Age of Ultron and The Hobbit: An Unexpected Journey.

Veigar nam trompetleik og síðar tónsmíðar við  Berklee College of Music, University of Miami, Studio Jazz Writing program  og  USC.