Snorri Freyr Hilmarsson

Snorri Freyr gerir leikmynd fyrir Fly Me to to the Moon í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Snorri Freyr hefur gert fjölda leikmynda fyrir sjónvarp, kvikmyndir og leikhús.

Snorri Freyr Hilmarsson lauk námi í leikmyndahönnun frá Tækniháskólanum í Birmingham 1989.

Fyrri verkefni Snorra við Þjóðleikhúsið eru Spamalot, Sælueyjan, Sannar sögur af sálarlífi systra, Glanni glæpur í Latabæ, Hægan Elektra, Laufin í Toscana, Lífið þrisvar sinnum og Rakstur.

Meðal leikmyndaverkefna Snorra í Borgarleikhúsinu eru Svar við bréfi Helgu, Gulleyjan, Ferðalag Fönixins, Gyllti drekinn, Galdrakarlinn í Oz, Nýdönsk í nánd, Fólkið í kjallaranum, Nei ráðherra, Gauragangur, Jesús litli, Harry og Heimir - með öðrum morðum, Óskar og bleikklædda konan, Söngvaseiður, Fló á skinni, Mein kampf, Sekt er kennd, Belgíska Kongó, Draugalestin, Kvetch, Boðorðin níu, Sporvagninn Girnd, Öndvegiskonur og Blíðfinnur.

Snorri gerði leikmynd fyrir Rommí og Stjörnur á morgunhimni í Iðnó, Drög að svínasteik hjá EGG-leikhúsinu/Þjóðleikhúsinu, Tobacco Road hjá LA, Sweeney Todd, Tökin hert og Brottnámið úr kvennabúrinu hjá Íslensku óperunni, Kabarett hjá Á senunni og Úlfhamssögu hjá Öðru sviði og Hafnarfjarðarleikhúsinu.

Meðal verkefna hans í sjónvarpi eru Jörundur hundadagakonungur, Fiskur og Besti vinur kvenna.

Hann gerði leikmynd fyrir kvikmyndirnar Undir trénu og Kona fer í stríð.