/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Sigríður Sunna Reynisdóttir

/

Leikmynda- og búningahöfundur

Sigríður Sunna Reynisdóttir útskrifaðist vorið 2012 með BATP gráðu af brúðuleikhús- og sviðshöfundabraut Royal Central School of Speech and Drama. Áður nam hún almennar bókmenntir og leikhúsfræði við HÍ og Universitá Karlova (BA) og textílhönnun við Skals School of Design and Crafts. Hún hefur hannað leikmyndir, búninga og leikbrúður fyrir ýmis leikhús og leikhópa, bæði hérlendis og erlendis, og tekið þátt í fjölda leiklistarhátíða. Í Þjóðleikhúsinu gerði hún leikmynd og búninga fyrir Ör og leikmynd fyrir Kópavogskróniku og Meistarann og Margarítu. Einnig hefur hún hannað fyrir Borgarleikhúsið, LA, ÍD og ýmsa leikhópa.

Hún gerir leikmynd og búninga fyrir Ástu í Þjóðleikhúsinu í vetur. 

 

Nánar um feril:

Sigríður Sunna Reynisdóttir útskrifaðist vorið 2012 með BATP gráðu af brúðuleikhús – og sviðshöfundabraut Royal Central School of Speech and Drama. Áður nam hún almennar bókmenntir og leikhúsfræði við HÍ og Universitá Karlova (BA) og textílhönnun við Skals School of Design and Crafts. Hún hefur hannað leikmyndir, búninga og leikbrúður fyrir ýmis leikhús og leikhópa, bæði hérlendis og erlendis, og tekið þátt í fjölda leiklistarhátíða. Hún gerir leikmynd og búninga fyrir Ástu í Þjóðleikhúsinu í vetur. Áður gerði hún hér leikmynd og búninga fyrir Ör og leikmynd fyrir Kópavogskróniku og Meistarann og Margarítu. Af verkefnum í Borgarleikhúsinu má nefna Tvískinnung, 1984, Hamlet litla, Vísindasýningu Villa og Lóaboratoríum. Einnig hefur hún hannað fyrir LA, ÍD og leikhópa í Tjarnarbíói. Hún er annar stofnenda leikhópsins VaVaVoom sem hefur sett upp verðlaunaðar sýningar sem hafa verið sýndar á leiklistarhátíðum víða erlendis.

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími