Sean Mackaoui

Sean gerir leikmynd og búninga fyrir Loddarann í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019. 

Sean Mackaoui starfar sem myndlistarmaður og höfundur leikmyndar og búninga. Hann er af líbönskum og breskum ættum, en er búsettur í Madrid. 

Sean gerði leikmynd og búninga fyrir Horft frá brúnni, Fjalla-Eyvind og Eldraunina í Þjóðleikhúsinu, og hlaut tilnefningu til Grímuverðlaunanna fyrir leikmynd í Eldrauninni. 

Sean gerði leikmynd og búninga fyrir uppsetningu Stefans Metz á Don Kíkóta í Borgarleikhúsinu í Gautaborg

Sean er þekktur myndlistarmaður, meðal annars fyrir klippimyndir sínar. Verk hans hafa verið sýnd í galleríum víða um Evrópu og birst í virtum dagblöðum og tímaritum. Hann hefur einnig hannað veggspjöld, meðal annars fyrir Århus Festuge og Centro Dramatico Nacional á Spáni.

Heimasíða: http://www.mackaoui.com/

Sean-Mackaoui-i-tre