Ragnheiður Erla Björnsdóttir

Tónskáld

Ragnheiður Erla Björnsdóttir lauk BA-prófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Hróðmars I. Sigurbjörnssonar og MA-prófi í ritlist frá Háskóla Íslands, ásamt skiptinámi við the University of Aberdeen í Skotlandi. Helstu rannsóknarefni hennar eru tengsl tónlistar og texta og hefur lokaverk hennar verið valið til þáttöku á tónsmíðihátíðinni Ung Nordisk Musik í Svíþjóð sumarið 2019. Ragnheiður hefur samið fyrir hina ýmsu miðla, meðal annars fyrir þrjár kvikmyndir í fullri lengd og hafa verk hennar verið flutt á tónlistarhátíðum eins og Myrkum músíkdögum og evrópsku hljóð- og listahátíðinni Tut Töt Tuð í Hollandi. Síðustu fimm ár hefur Ragnheiður unnið við alþjóðlegt tónlistarverkefni í Austurríki sem tónlistarkennari og skipuleggjandi og er hún einnig meðlimur í listhópnum Hlökk ásamt Lilju Maríu Ásmundsdóttur og  og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur.