Ólafur Ágúst Stefánsson


Ólafur Ágúst hannar lýsingu fyrir  Ronju ræningjadóttur, Einræðisherrann og Loddarann hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Ólafur Ágúst Stefánsson er starfandi ljósahönnuður við Þjóðleikhúsið.

Hann lærði ljósahönnun hjá Lárusi Björnsyni og hefur hannað lýsingu fyrir yfir 50 leiksýningar. Mest í Þjóðleikhúsinu en einnig fyrir sjálfstæða leikhópa og Leikfélag Akureyrar.

Hann var tilnefndur til Grímunnar - Íslensku leiklistarverðlaunanna fyrir Fyrirheitna landið, Vesalingana, Hleyptu þeim rétta inn og Horft frá brúnni. Einnig var hann tilnefndur til menningarverðlauna DV fyrir Horft frá brúnni.