Markéta Irglová

  • Marketa-Irglova

Markéta Irglová semur tónlist fyrir Svartalogn í Þjóðleikhúsinu leikárið 2017-2018.

Markéta Irglová er tónlistarkona frá Tékklandi, en er búsett ásamt fjölskyldu sinni á Íslandi. Eiginmaður hennar er Sturla Mió Þórisson, hljóðupptökumaður og samverkamaður Markétu í tónlistinni, og vinnur hann að Svartalogni ásamt henni, við upptökur og útsetningar. 
Markéta er annar höfunda tónlistar í kvikmyndinni Once, og hlaut hún óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í myndinni. Hún lék jafnframt annað af aðalhluverkunum. Þekktur samnefndur söngleikur var byggður á kvikmyndinni.

Nánari upplýsingar um Markétu má finna á heimasíðu hennar og á heimasíðu Masterkey Studios .