Mari Agge

  • Mari Agge

Mari Agge er aðstoðarleikstjóri í Þínu eigin leikriti - Goðsögu í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Mari hefur starfað sem ljósahönnuður og tæknimaður á tónleikum, hátíðum og í leikhúsum frá árinu 1997. 

Meðal ljósahönnunarverkefna hennar eru Magnus-Maria í leikstjórn Suzanne Osten sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík árið 2015, Caligula í leikstjórn Cezaris Grauzinis, Clockwork í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar hjá Sirius teatern og Viirus, Det kommer aldrig att ske í leikstjórn Kristin Olsoni, Fou-Rou í leikstjórn Cris af Enehielm í Klockriketeatern, Berg Heil í leikstjórn Juha Malmivaara fyrir Kolmas Tila og Anatomia Lear í leikstjórn Mikaela Hasán.

Fyrir Anatomia Lear var Mari tilnefnd til finnsku Thaliu verðlaunanna fyrir ljósahönnun ársins 2009.

Mari var tæknistjóri á leiklistarhátíðinni Hanko Theatre festival frá 2007 til 2013 og hefur séð um skipulagningu á rafmagnsdreifikerfum og lýsingu á Ilmiö- og H2Ö-tónlistarhátíðunum frá árinu 2013.