Jóhann Friðrik Ágústsson

  • Jóhann Friðrik Ágústsson

Jóhann Friðrik hannar lýsingu fyrir Efa ásamt Ólafi Ágústi Stefánssyni, samstarfsverkefnið Smán og Risaeðlurnar í Þjóðleikhúsinu leikárið 2017-2018.

Jóhann hefur starfað við Þjóðleikhúsið sem tæknimaður og ljósamaður frá árinu 2006 og hefur lýst á annan tug leiksýninga, dansverka og tónleika fyrir ýmsa aðila.

Jóhann hannaði lýsingu fyrir Gott fólk ásamt Magnúsi Arnari Sigurðssyni og Álfahöllina.

Jóhann lauk BA námi í ljósahönnun árið 2015 frá Stockholm University of the Arts.