Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir útskrifaðist með BA-gráðu úr tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands vorið 2016. Helstu leiðbeinendur hennar voru Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Anna Þorvaldsdóttir. Hún tók á þessu ári þátt í verkefninu YRKJA þar sem hún samdi verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Verður það frumflutt á Myrkum músíkdögum 2019.

Ingibjörg hefur unnið með sviðshöfundum, leik-, dans og kammerhópum og kvikmyndagerðarmönnum. Frá útskrift hefur hún tvívegis hlotið styrk frá Tónskáldasjóði RÚV og vinnur nú að hljóðritun á verki sínu Hulduhljóð að handan ásamt Lilju Maríu Ásmundsdóttur. Var það verkefni styrkt af Hljóðritasjóð RANNÍS.