Hafliði Emil Barðason

Hafliði Emil Barðason hefur sinnt starfi tæknistjóra Menningarfélagsins Tjarnarbíó frá árinu 2016. Meðfram því hefur hann tekið að sér tæknistjórn ýmissa leikverka og sviðslistahátíða innan veggja Tjarnarbíós. Hafliði hefur einnig ljósahannað sýningar sem settar hafa verið upp á fjölum Tjarnarbíós en þar á meðal má nefna verkin Í Samhengi við Stjörnurnar í uppsetningu Lakehouse, SOL eftir leikhópinn Sóma Þjóðar, VAKÚM eftir Milkywhale og Svartlyng, í sameiningu með Magnúsi Arnari Sigurðarsyni, fyrir leikhópinn GRAL.