Gretar Reynisson

  • Gretar Reynisson

Gretar gerir leikmynd fyrir Svartalogn í Þjóðleikhúsinu leikárið 2017-2018.

Gretar lauk myndlistarnámi frá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1978 og var við framhaldsnám í Amsterdam 1978-79. 

Gretar hefur haldið um tuttugu einkasýningar, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Galleríi i8, Listasafni ASÍ og víðar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis, meðal annars á Listasafni Íslands, Kjarvalsstöðum, í Nýlistasafninu og með Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík. Hann á verk í eigu safna, svo sem Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Háskólans og Nýlistasafnsins. 

Gretar hóf feril sinn sem leikmyndahöfundur árið 1980 og hefur gert nær 70 leikmyndir.

Gretar hefur gert leikmyndir hér í Þjóðleikhúsinu við Milli skinns og hörunds, Bílaverkstæði Badda, Stóran og smáan, Rómeó og Júlíu, Gleðispilið, Stræti, Ferðalok, Tröllakirkju, Sem yður þóknast, Villiöndina, Meiri gauragang, Gamansama harmleikinn, Solveigu, Krítarhringinn í Kákasus, Antígónu, Önnu Kareninu, Halta Billa, Græna landið, Þetta er allt að koma, Pétur Gaut, Ívanov, Utan gátta, Gerplu, Allir synir mínir, Heimsljós, Afmælisveisluna og Segulsvið.

Hjá Leikfélagi Reykjavíkur gerði hann meðal annars leikmyndir fyrir Draum á Jónsmessunótt, Gísl, Hamlet, Djöflaeyjuna, Ljós heimsins, Lé konung, Don Quixote, Draumleik, Ófögru veröld og Jeppa á Fjalli.

Meðal annarra verkefna hans sem leikmyndarhöfundar eru Óþelló og Draumur á Jónsmessunótt hjá Nemendaleikhúsinu, Rhodymenia Palmata, Kirsuberjagarðurinn og Makbeð hjá Frú Emilíu og Ofviðrið hjá Riksteatern í Svíþjóð. 

Hann gerði leikmynd fyrir óperurnar Il trovatore og Ragnheiði í Íslensku óperunni.

Gretar hefur hlotið Grímuna-Íslensku leiklistarverðlaunin fimm sinnum, fyrir leikmynd í Þetta er allt að koma, Draumleik, Ófögru veröld og Utan gátta, og fyrir búninga í Utan gátta. Hann var tilnefndur til sömu verðlauna fyrir Sendingu, Halta Billa, Græna landið, Pétur Gaut, Ívanov, Gerplu og Ragnheiði. Hann hlaut menningarverðlaun DV fyrir Ljós heimsins. Gretar hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 2006.