Finnur Arnar Arnarson

Finnur Arnar sér um leikmynd í Ronju ræningjadóttur hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Finnur Arnar hefur haldið fjölda einksýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis, og hefur gert leikmyndir fyrir fjölda sýninga.

Finnur Arnar úrskrifaðist úr fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1991.

Hér í Þjóðleikhúsinu hefur Finnur hannað leikmynd fyrir  sirkussöngleikinn Slá í gegn, Karitas, Maður sem heitir OveFjarskaland, Mann að mínu skapi, Fyrirheitna landið, Jónsmessunótt, Vesalingana, Heddu Gabler, Íslandsklukkuna, Sumarljós, Pabbastrák, Cyrano frá Bergerac, Kardemommubæinn og West Side Story.

Fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið hannaði hann leikmyndir fyrir Höllu og Kára eftir Hávar Sigurjónsson, Sögu Grettis, Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson, Platonov, Vitleysingana eftir Ólaf Hauk Símonarson, Sölku Völku eftir Halldór Laxness, Við feðgarnir eftir Þorvald Þorsteinsson, Síðasta bæinn í dalnum eftir Loft Guðmundsson, Að eilífu eftir Árna Ibsen, Birting eftir Voltaire og Himnaríki eftir Árna Ibsen.

Í Borgarleikhúsinu hannaði hann leikmynd fyrir Furðulegt háttalag hunds um nótt, Rautt brennur fyrir, Sól og Mána, Kryddlegin hjörtu og Stjórnleysingi ferst af slysförum.

Hann gerði leikmynd fyrir Falið fylgi, Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur og Vefarann mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness hjá Leikfélagi Akureyrar og Janis 27 eftir Ólaf Hauk Símonarson í Íslensku Óperunni. Hann hefur gert leikmynd fyrir sýningar Leiklistarskóla Íslands og nokkrar leikmyndir erlendis.

Finnur var tilnefndur til Grímunnar-Íslensku leiklistarverðlaunanna fyrir leikmynd í Fyrirheitna landinu, Vesalingunum, Íslandsklukkunni og Kryddlegnum hjörtum.

finnurarnar.com