Eleni Podara

Eleni Podara útskrifaðist með MA gráðu í leikmyndahönnun frá DAMU(Academy of performing arts in Prague) vorið 2014 og MA í Arkítektúr frá NTUA í Aþennu vorið 2009. Eftir námið í Prag flutti Eleni til Íslands þar sem hún hóf störf sem búninga og leikmyndahönnuður fyrir leikhúsverk, kvikmyndir og auglýsingar. Verk sem hún hefur unnið við eru td A guide to the perfect human, Drop dead diet, SAD-Infected with darkness eftir Rebekku A. Ingimundardóttir, Fyrirgefðu ehf eftir Þórdísi Elvu Þórvaldsdóttir, og Alma eftir Kristínu Jóhannesdóttir.