Chantelle Carey

  • Chantelle-Carey-portrett

Chantelle Carey er danshöfundur í sirkussöngleiknum Slá í gegn hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2017-2018.

Hún lauk námi frá söngleikjadeild Leicester College of Performing Arts árið 2002.

Chantelle hefur komið fram í fjölda söngleikja á West End í London og víða um heim. Meðal nýlegra verkefna eru Chicago (Cambridge og Garrick Theatre), Sweet Charity (English Theatre Frankfurt), Chitty Chitty Bang Bang (leikferð um Bretland og víðar) og Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat (New London Theatre).

Chantelle hefur undanfarið einkum starfað við listræna stjórnun í söngleikjum. Hún var nýlega aðstoðarkóreógraf Lee Proud í Legally Blonde í Monte Carlo. Hún var aðstoðarleikstjóri og dansþjálfari í 20 ára afmælisleikferð söngleikjarins RENT. 

Chantelle hefur unnið til ýmissa verðlauna sem danshöfundur. Hún var aðstoðarkóreógraf og dansþjálfari í Billy Elliot og aðstoðarkóreógraf í Mamma Mia  í Borgarleikhúsinu. Hún var meðal annars kóreógraf fyrir sjónvarpsþáttinn Iceland's got talent. Hún var danshöfundur í kvikmyndinni Jimmy's  Hall í leikstjórn  Ken Loach, sem var tilnefnd til gullpálmans í Cannes árið 2014. 

Chantelle var danshöfundur í söngleiknum Bláa hnettinum í Borgarleikhúsinu, og hlaut Grímuverðlaunin fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins 2017.