Andrea Elín Vilhjálmsdóttir

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir hlaut BA gráðu frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2016 og BA gráðu frá þjóðfræðideild Háskóla Íslands 2014. Hún hefur komið að fjölda uppsetninga í sjálfstæðu senunni sem dramatúrg, sýningarstjóri og flytjandi. Ber þá helst að nefna SAD-Infected with darkness á Vetrarhátíð, Illsku í uppsetningu Óskabarna ógæfunnar í Borgarleikhúsinu, barnaleikritið HVÍTT í Listasafni Reykjavíkur, Andaðu í Iðnó, My House á Sólvallagötu og Hún Pabbi í Borgarleikhúsinu. Auk þess hefur hún aðstoðað listamanninn Franko B með vinnustofu í MA námi sviðslistadeildar LHÍ og komið að vinnustofum sem listrænn ráðgjafi, má þá helst nefna Saga Residency á Eyrarbakka og vinnustofuna We and Us á Cycle Music and Art Festival í Kópavogi. Síðastliðin tvö ár hefur Andrea sett upp ýmsa gjörninga, örverk og sýningar undir formerkjum sviðslistahópsins Fléttan.