Una Þorleifsdóttir

Leikstjóri

  • Una Þorleifsdóttir

Una leikstýrir verkinu Óvinur þjóðar, sem frumsýnt verður á Stóra sviðinu í september og Tímaþjófnum.

Una Þorleifsdóttir útskrifaðist sem leikstjóri frá Royal Holloway, University of London árið 2004 en hafði áður stundað nám í leikhúsfræðum og list við Goldsmiths College, University of London.

Una leikstýrði ≈ [um það bil], Konunni við 1000° og Harmsögu sem var einnig sýnd á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni World Stages í Kennedy Center for the Performing Arts í Washington, DC.


Meðal annarra leikstjórnarverkefna Unu eru Nú er himneska sumarið komið eftir Sigtrygg Magnason sem sýnt var á Árbæjarsafni 2013,
Óraland (samsköpunarverkefni unnið í samvinnu við Jón Atla Jónasson og útskriftarnema LHÍ) í Nemendaleikhúsi LHÍ 2012, Bráðum hata ég þig eftir Sigtrygg Magnason í Nemendaleikhúsi LHÍ 2010 og Lauga vegurinn: Gengið á vit sögunnar í samvinnu við START ART og Listahátíð í Reykjavík 2009.

Una starfar sem lektor og fagstjóri við sviðslistadeild LHÍ.
Verðlaun og viðurkenningar
Konan við 1000° hlaut Grímuverðlaunin fyrir leikrit ársins, en höfundar handrits voru Hallgrímur Helgason, Una Þorleifsdóttir og Símon Birgisson. Una var tilnefnd til Grímunnar fyrir leikstjórn sína á Tímaþjófnum, Góðu fólki og Um það bil.