Stefan Metz

Stefan Metz leikstýrir Loddaranum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Stefan Metz er fæddur í Sviss en búsettur í Madrid. Hann hefur leikið í og leikstýrt sýningum víða um Evrópu.

Stefan hefur leikstýrt hér í Þjóðleikhúsinu Horft frá brúnni, Fjalla-Eyvindi, Eldrauninni og Krítarhringnum í Kákasus.

Stefan hefur leikstýrt í ýmsum virtum leikhúsum í Sviss, Bretlandi, Þýskalandi, Svíþjóð og á Spáni.Hann hefur meðal annars leikstýrt reglulega hjá Borgarleikhúsinu í Gautaborg og af sviðsetningum hans þar má nefna Þrettándakvöld, Pétur Gaut, Biblíuna, Don Kíkóta og Sem yður þóknast. Hann leikstýrði Föðurnum eftir Zeller, The Children eftir Lucy Kirkwood og Heimaeyjarfólkinu eftir August Strindberg hjá Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi og Meistaranum og Margaritu hjá Dramaten í Stokkhólmi.

Stefan lék meðal annars í The Street of Crocodiles, The Three Lives of Lucie Cabrol og Mnemonic hjá Complicite leikhúsinu í London.

Eldraunin hlaut flestar tilnefningar til Grímuverðlaunanna á leikárinu, eða alls ellefu, meðal annars sem sýning ársins, fyrir leikstjórn ársins, leikmynd, leikara og leikkonu í aðalhlutverki og auk þess fimm af tíu tilnefningum fyrir leik í aukahlutverki. Aðalleikarar í sýningunni, þau Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir, fengu bæði Grímuverðlaunin.